Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 25
15
betur til söngs. Hún fór að leggja sig eftir jiddisch og he-
bresku og safna að sér fleiri Gyðingalögum. Aður kunni
hún nokkuð af íslenzkum og dönskum þjóðlögum. Þetta
varð stofninn, sem hún byrjaði með og hefur síðan smá-
aukið. Það hefur ekki verið fyrirhafnarlaust að læra öll
þau mál, sem hún syngur nú, og ná tökum á þessum und-
arlegu ljóðum og lögum. Sum þeirra hefur hún glímt við ár-
um saman, áður en hún treysti sér til að syngja þau opin-
berlega. En oft, eftir að hún hafði lært ný mál af sjálfri sér,
t. d. mállýzkuna á Suðureyjum (Hebrides-eyjum), hefur
einmitt orðið á vegi hennar rétti maðurinn til að leiðbeina
henni síðustu sporin.
Haustið 1929 söng Gagga íslenzk lög í háskólanum í
Berlín. Þýzk stúlka, sem hafði stundað íslenzk fræði og
ferðazt hér á landi, var fengin til að flytja formála til skýr-
ingar lögunum. Síðan fór Gagga til Hamborgar og söng þar
sömu lögin, en hafði þá engan Þjóðverja, sem gæti talað
um þau. Hún réðst í að gera það sjálf, þó að hún væri þá
óæfð að tala þýzku, og það gekk ágætlega — betur en hjá
lærðu þýzku stúlkunni í Berlín. Fólk hafði ekki nema gam-
an af því, þó að henni yrðu smávillur á í messunni, en hún
fann, að hún gat undir eins fengið áheyrendurna til að
hlusta. Þetta varð upphafið að því, að hún fór að leggja
sig eftir að kynna þjóðlögin á þennan hátt, áður en hún
söng þau.
Og þetta sama haust hitti hún í Hamborg dr. Ferdinand
Rauter. Hann hafði verið hljómsveitarstjóri í söngleika-
húsi, sem var nýlega farið á hausinn. Hann varð mjög hrif-
inn af söng Göggu, og hún fann, að hann hafði réttan skiln-
ing á því, sem hún vildi og var að leita að. Hann tókst á
hendur að ferðast um með henni og leika undir, fór að út-
setja þjóðlögin handa henni og í samráði við hana. Síðan
hefur hann fylgt henni og aðstoðað hana, hvert sem hún
hefur farið, nema nú til Tslands. Dr. Rauter, sem Gagga