Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 109
99
ur fjórða bekkjar, að skrifa heimastíl um málið, og auð-
vitað skyldi hver frjáls að þvi að segja sína skoðun án
tillits til skoðana kennaranna.
Eg skrifaði frekar stuttan stíl og lagði einkum áherzlu
á það, að þessi ráðstöfun stjórnarinnar gæti haft örlögþrung-
in áhrif á framtíð fimmtubekkinganna. Þeir stefndu að þvi
að búa sig undir ákveðin og ábyrgðarmikil störf í þágu
þjóðarinnar, og líldegt mætti teljast, að ráðstöfun stjórn-
arinnar óbreytt mundi tefja um það bil þrjátíu nemendur
í eitt ár, og þar með í rauninni svipta þá einu ári af starfs-
aevi þeirra og þjóðina þrjátíu starfsárum menntaðs manns.
Þarna mundu sparast á að gizka tíu smálestir af kolum og
þá þrjú þúsund krónur — eða hundrað krónur á hvern
nemanda. Væri nú ijóst, hvert væri mat stjórnarinnar á
órsstarfi þeirra manna í landinu, sem ættu að gegna hin-
Um ábyrgðarmestu trúnaðarstörfum í þágu þjóðarinnar.
Stjórnin mæti það á hundrað krónur — eða sem svaraði
einum kolapoka og slatta neðan í öðrum.
Það kom fyrir, að Sigurður meistari Guðmundsson las
Upphátt í bekknum stíla, sem honum þóttu sérlega góðir,
^n ekki minnist ég þess, að hann læsi þannig neinn af stíl-
um mínum nema þennan.
Þá er Sigurður meistari kom inn í kennslustund með
stílana um sparnaðarráðstöfun stjórnarinnar, lagði hann þá
ífá sér steinþegjandi, og síðan tók hann að ganga um gólf
frá glugga að dyrum, frá dyrum að glugga — eða þvert
yfir stofuna. Þetta var ekki ýkja-mikil vegalengd, en hann
^ekk jafnhratt og hann ætti langa leið fyrir höndum og
vasri hraðboði. Hann var og eins þögull og hann væri þarna
aleinn, og svo var hann yfirbragðsmikill, að ekki var annað
sýnna en að hann hefði mikil og alvarleg tíðindi að flytja.
Þá er á þessu hafði gengið um hríð, vatt hann sér að
kennaraborðinu, greip eina stílabókina og mælti:
Eg ætla að lesa fyrir ykkur einn af þessum stílum.
7*