Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 59
49
Hið formgallaða stef er fagurt og heillandi, en engum
dylst samt, að síðari vísan er fullkomnari að formi. Einn lið-
ur milli þessara gerða þekkist, og stendur hann að baki síð-
ustu gerðinni, og má vera, að margar fleiri gerðir hafi þurft,
unz formið varð óaðfinnanlegt.
Eg kallaði þessar báðar gerðir vísur, en reyndar má varla
nefna hina fyrri því nafni. Hér eftir kalla ég það einungis
vísur, sem ort er undir rímnaháttum. Er það í samræmi
við málvenju alþýðu, og svo virðist einnig gert þegar á 14.
öld. Einkenni rímnahátta eru meðal annars þau, að þeir
hafa ávallt rétta tvílíði, en réttur tvíliður er, eins og nafnið
bendir á, tvö atkvæði, og hefur fyrra atkvæðið áherzlu, en
hið síðara er áherzlulaust. Fyrsta áherzluatkvæði í brag-
línu hefur jafnan sterka áherzlu. Er sá bragliður vanalega
nefndur hákveða. Nægta áherzluatkvæði (fyrra atkvæðið
í næsta braglið) hefur veikari áherzlu, og er sá bragliður
nefndur lágkveða og þannig koll af kolli. Annað aðalein-
kenni er, að engin vísa hefur fleiri en fjórar braglínur.
(Nokkrir kaflar hafa þó þrjár, t. d. braghenda, og afhend-
Jng aðeins tvær). í stöku braglínunum (1. og 3.) eru að
.íafnaði tveir stuðlar, en höfuðstafur í þeim jöfnu (2. og 4.),
°g svo er alltaf í ferskeyttum háttum, sem langtíðastir eru.
Vísunni hér að framan kippir greinilega í kynið, að hún
er í aðra ættina af dönsum lcomin, eins og líka fyrirmyndin
sýnir. Dansar eða danskvæði eru ljóð þau nefnd, er flutt
voru við dansa eða leika þeirrar tíðar, en leifar þeirra leika
eru dansar þeir, er vér nú köllum þjóðdansa, þótt komnir
séu þeir að öllum líkindum langt frá uppruna sínum. Fyrst
verður dansstefja þessara vart hér á landi laust eftir 1100,
svo að sögur fari af. Eru efni þeirra um ástir og liarma eða
háð og kerskni um náungann. Rím og Ijóðstöfun eru mjög
ófullkomin eða engin. Síðar (á 14. öld) koma önnur dans-
kvæði, sagnadansarnir, er skýra frá einhverjum verknaði
eða atburðum. Formlevsið er hið sama og í hinum eldri
Vnga ísland
4