Unga Ísland - 01.12.1947, Side 56
46
Að yrkja rímur ólán bjó;
af því fara sögur.
Gísli svarar:
Gaman er að geta þó
gert ferskeyttar bögur.
n.
íslendingum í fornöld — og reyndar enn í dag — þótti
hið bundna mál stórum göfugra en hið lausa. Því fylgdi
dulinn máttur frá kynngimögnum, sem ekki voru beint af
þessum heimi, en orkuðu á líf manna til ills eða góðs. Avörp,
bænir og særingar voru ávallt í bundnu máli. Allt var þetta
tengt við æðri máttarvöld, og í hinu rímaða og stuðlaða
máli fólst sérstakur kraftur. Ljóðlistin var talin goðborin,
enda hefur hún vafalaust mjög snemma verið notuð við
blót og aðrar helgiathafnir. Óðinn sjálfur mælti allt í ljóð-
um. „Mælti hann allt hendingum“, segir Snorri. Hann gaf
mönnum skáldskapargáfuna. Það, sem mælt var í ljóðum
mundist lengur en hitt, er í lausu máli var sagt. Því urðu
níðvísurnar hárbeittar og urðu jafnvel að áhrínsorðum, en
mörgu skáldinu hefur þótt gott að grípa til níðsins, er ann-
að hefur þrotið, og aldrei þótti gott að verða fyrir því. í
Sneglu-Halla þætti er sagt frá því, er Halli heimti bætur
fyrir frænda sinn, er hann taldi svo vera, að Einari flugu,
ribbalda, sem vó marga, en bætti engan. Synjaði Einar
bótanna tvisvar sinnum. Sagði þá Halli draum sinn, að
hann þóttist vera Þorleifur jarlsskákl, en Einar fluga Hákon
jarl, og þóttist hann kveða níð um Einar og muna sumt, er
hann vaknaði. Réð Haraldur konugur þá Einari að gera
Halla nokkra úrlausn, og „bitið hefur níðið ríkari (þ. e.
voldugri) menn en svo sem þú ert, sem var Hákon jarl,
og mun það munað, meðan Norðurlönd eru byggð“. Þetta
hafði þau áhrif á Einar, að hann greiddi Halla bæturnar.