Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 52
42
leiksystur frú Stefaníu frá fyrri árum, Þuríðar Sigurðar-
dóttur, sjá leikritið Frú X á leiksviðinu með Bodil Ipsen
í aðalhlutverkinu og heyra upp kveðinn rökstuddan dóm
um yfirburði íslenzku leikkonunnar í þessu sama hlutverki.
I smábænum Reykjavík tvo fyrstu tugi aldarinnar gat
leiksviðið ekki boðið iðkendum leiklistarinnar upp á fjöl-
skrúðugt úrval hlutverka. Frú Stefanía fékk sinn skerf og
ekkert þar fram yfir: Mögdu, frú Tjælde, Nóru, Margariete
Gautier, frú Stockmann, Toinette, Ulrikku, frú X, öll með
ára millibili. Alls urðu hlutverk hennar um 80 talsins og
er það eklci há tala, þegar miðað er við leikara, sem vinna
í stórbrotnu umhverfi. Vitaskuld bætir árangurinn, óskor-
uð virðing og aðdáun fólksins, upp töluna, en þeirri hugsun
verður ekki varizt, að verkefnaskortur, hinn naumi skammt-
ur smábæjarins, hafi verið listalconunni fjötur um fót. Þess
hefði verið óskandi, að hún hefði getað valið sér viðfangs-
efni úr heimsbókmenntunum, sem voru samboðin listgáfu
hennar. Hún bar Mögdu fram til sigurs í innantómu tízku-
drama Sudermanns, hún fékk aldrei tækifæri til að túlka
verulega rismikið raunsæisdrama eftir landa hans Gerhart
Ilauptmann; hún hefði þó eins vel getað leikið Wolffen
þvottakonu í Biberpelz og starfssystur hennar í Lygasvip-
um eftir Stellan Rye. Eða sjómannsekkjan Kniertje í „Die
Hoffnun’g auf Segen“ (Þilskipið Vonin) eftir Hollendinginn
Herman Heijerman, henni hefði verið treystandi til að gera
minnisstæða persónu úr þeim efniviði, leikkonunni, sem
tókst að gera íslenzkum sjómannskonum skiljanlegar og
hugþekkar Stræta-Stínur Parísarborgar (Margariete Gautier
og Jacqueline Floriot). Það gat varla heitið, að hún kynnt-
ist persónum Ibsens, hún hafði áhuga fyrir þeim, en hún
lék aðeins tvær, Noru, í Heimilisbrúðunni, sem hún setti
sjálf á leiksvið sumarið 1904, og frú Stockmann, í Þjóðníð-
ingnum, fjórum árum síðar. Rita Allmers (Lille Eyolf) og
Ellida Wangel (Fruen ved Havet) áttu enga viðdvöl í smá-