Unga Ísland - 01.12.1947, Side 79
69
háskólanum í Písa til að vera viðstadda. í Písa er frægur
turn, sem hallast út á hlið og þangað fór Galileo með tvö
lóð, sem hann bar upp í turninn. Annað var hundrað pund,
en hitt var eitt pund. Ef kenning Aristotelesar var rétt,
átti hundrað punda lóðið að vera liundrað sinnum skemur
til jarðar en pundslóðið. Galileo kastaði báðum lóðunum
út af turninum samtímis. Bæði hann og þeir sem niðri voru
sáu að bæði lóðin komu jafnsnemma til jarðar.
En kennararnir, sem höfðu kennt fræði Aristotelesar ár-
um saman, neituðu að trúa því sem þeir höfðu séð. Það
gat ekki hugsazt að Aristoteles hefði farið með rangt mál.
Það gat ekki hugsazt, að þetta, sem kennt hafði verið í
gegn um aldirnar væri staðlausir stafir. Að vísu hafði þeim
aldrei dottið í hug að prófa það eða gera neinar tilraunir
í þá átt, og þeim datt ekki heldur í hug að prófa þessa stað-
hæfingu frekar. Galileo hlaut að hafa rangt fyrir sér, eitt-
hvað hafði verið athugavert við tilraunina og sennilegast
var að djöfullinn sjálfur hefði verið í verki með honum til
að kasta ófrægð á Aristoteles. Og þeir komust að þeirri
niðurstöðu, að meira væri að marka það sem Aristoteles
hefði skrifað heldur en það sem þeir höfðu séð Galileo gera.
Áður héldu menn, að til væru bækur, sem skrifaðar væru
af guði sjálfum og því satt og rétt hvert einasta orð sem í
þeim stendur. Nú vitum við, að slíkar bækur eru elcki til
og að ekkert er svo fullkomið, hvort sem það er kennt við
guð eða menn, að mennirnir geti ekki bætt það. Menn
rækta nú betra korn, betri sykur, betri ávexti, stærri naut
og feitari svín heldur en hafa verið til áður. Menn rækta
hveiti þar sem það hefur ekki áður getað þrifizt og sama
er að segja um soyabaunir og fjölda annarra nytjajurta.
Ungum mönnum og konum hefur mörgum hverjum þótt
lítið fyrir sig að gera í heiminum. Og nú eru menn að tala
um atómsprengjur, sem geti eyðilagt heil lönd á einu vet-
fangi. Þetta gerir marga svartsýna. En við slculum minnast