Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 35
25
Hún reyndist okkur þreytandi leiðin norður í Kjarans-
vík. Talsverður bratti, allt á kafi í fönn. Og það er svæfandi
að sjá ekkert frá sér nema vörður í þoku og rigningu. Loks
sáum við til sjávar norður undan, og þá var um leið allur
lúi úr beinum. Reyndar höfðum við haft sjóinn fyrir aug-
unum góða stund án þess að átta okkur á því, enda var
logn á víkinni, og sjórinn varð því langt til ekki greindur
frá þokubakkanum. Margt er skrítið í þokunni. í fjarska
sáum við einkennilega hvíta hlaða eða hrauka við sjávar-
mál. Við ræddum, hvort þetta mundu vera bátar eða
kannski fiskstakkar. f kíki reyndist þetta rekaviður í stór-
um köstum. (Þann við, sem rekur, nefna Hornstrendingar
„íslenzkan“ við, en „danskan“ við það, sem fengið er úr
kaupstað).
Bærinn í Kjaransvík var í eyði og því ekki hægt að nátta
sig þar. En við vissum, að skammt mundi í náttstað í
Hlöðuvík. Nú var liðið að miðnætti. Það var hressandi að
ganga sléttar og harðar fjörur, sem voru eins og dansgólf
-— eitthvað annað en urðir eða votar fannir, sem leið okkar
hafði legið um. Við hresstumst vel við að vaða ískalda á,
Hlöðuvíkurós, en þaðan var skammt að Búðum í Hlöðuvík.
Þá var komið til mannabyggða. Köttur var á vakki við
bæinn, en heimamenn allir í svefni. Að kristinna manna sið
börðum við þrjú högg á bæjardyr en árangurslaust. Nú
var guðað á baðstofuglugga og birtist skjótt kvenmaður,
sem spratt upp úr rúmi sínu — önnur húsmóðirin, en þarna
var tvíbýli. Báðir bændurnir voru í kaupstaðarferð á ísa-
firði, sem venjulega er nefndur ísafjarðartangi á þessu
„stykki“. En það orð er notað um sérstaka sveit eða byggð-
arlag. Húsakostur var lítill á Búðum. En kvenfólkið bjó
um okkur í flatsæng. Þar leið oklcur vel, og steinsofnuðum
um leið og við lögðumst fyrir.
Eg gat þess, að köttur hefði verið á Búðum, en hvergi