Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 46
36
huga, að hafa verið í áhorfendahópi hennar og get, þó að í
smáu sé, borið vitni um skýlausa yfirburði hennar á leik-
sviðinu.
II.
Snillingar og amlóðar vekja á sér eftirtekt fyrr en seinna.
Oft eru það hláleg atvik, sem varpa Ijósi yfir snilligáfur,
eins og amlóðaháttur er aldrei berari en á örlagastundum
eða í hátíðlegri athöfn. Einn meðal fyrstu samleikenda frú
Stefaníu, séra Pétur Helgi Hjálmarsson, hefur sagt svo frá,
að það voru kostgangarar hjá fóstru hennar, Sólveigu Guð-
mundsdóttur, sem fengu hana til að taka að sér smáhlut-
verk í sjónleik, sem þeir ætluðu að sýna. Stefanía var þá
á 17. aldursári, og „þá skeði það“, segir séra Pétur Helgi,
„að hún lagði undir sig Reykjavík á nokkrum kvöldum
með leik sínum“. Öll leiklist, sem unga stúlkan hafði séð,
áður en hún gerðist leikkona sjálf, var í pakkhúsi á Seyðis-
firði, „Hrekkjabrögð Scapins“, í Góðtemplarahúsinu í
Reykjavík, „Víkingarnir á Hálogalandi“, og smáleikir skóla-
pilta í Latínuskólanum.
Gerðist leikkona? Svo umsvifalaus er gangur málanna
ekki í heimi listarinnar. Vafalaust hafa meðleikendur ungu
stúlkunnar og aðdáendur hennar slegið henni gullhamra og
talið hana eitt af heimsins furðuverkum. Hún kom líka eins
og hvirfilbylur yfir listsnauðan og kyrrstæðan smábæ „ríð-
andi á kollupriki, með flaksandi hár, iðandi og spriklandi
af æskufjöri, eða hún klifraði upp um stóla og borð, snú-
andi öllu á annan endann, sem í kringum hana var“ (Oðinn
1. ár. bls. 60). Mönnum varð starsýnt á allt þetta æsku-
fjör, allan þenna galsa, fólk heimtaði að sjá hana leika
ærsladrósir og villidýr, og hún lék Trínur, Mínur og Línur,
„Ærsladrósina“ og „Villidýrið“. Á milli þessara hlutverka
og þeirra, sem frú Stefanía vann síðar að og mótað hafa