Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 89
79
•enginn áróður, voru þess rnegnug að blekkja Erlend Guð-
mundsson. Hann var mesti raunsæismaður, sem ég hef átt
kynni við.
Erlendur hafði mjúka og ljúfa skapsmuni og bjó þó yfir
eitilhörku. Hann var svo kurteis maður, að ég man ekki
til, að ég heyrði hann nokkurntíma mæla særandi eða
óhæverskt orð öll þau þrjátíu og þrjú ár, sem við vorum
saman. ICurteisi hans var engin tillærð heimsborgara-
mennska. Hún var eðli hans. Hann hefði aldrei getað öðru-
vísi verið. Hann var aristokrat í andlegustu merkingu þessa
orðs. Hann var eins og yfir öllu.
Þótt Erlendur væri enginn mælslcumaður, var hann eink-
arskemmtilegur í viðræðum, sýnt um að halda uppi sam-
tali og vantaði aldrei umtalsefni. Og manni leið vel í ná-
vist hans. Út frá honum geislaði góðsemi, hreinleiki og
sindrandi gáfur, sem aldrei dró ský fyrir.
Hann hélt uppi risnu í Unuhúsi af svo óeigingjörnum
og einstæðum höfðingsskap, að þar var eins og allir hlutir
gerðu sig sjálfir. Þangað voru allir boðnir og velkomnir
nema ölvaðir menn. Og þar fann enginn, að hann væri
framandi. Þangað lá straumur gesta úr öllum stéttum þjóð-
félagsins svo að segja á hverju kvöldi. Þar fóru fram sam-
ræður, stundum rökræður og deilur, um flest þau hugðar-
mál, sem mannkynið varðar. Þar var talað um þjóðfélags-
mál, trúmál, heimspeki, bókmenntir, listir, verzlun, iðnað,
eyrarvinnu og mannlífið í öllum þess myndum. Og þar voru
leikin á hljóðfæri ýms meistaraverk í músík.
Þangað lögðu leiðir sínar mörg helztu skáld, rithöfundar
og listamenn landsins í tugi ára. Þar sá Tryggvi Svörvuður
bimnana opnast. Þaðan fylgdi Kjartan Olafsson læknir
Sveini skáldi til hinzta hvílustaðar tuttugu og fimm árum
áður en hann skildi við heiminn. Þar sagði Jóhann Jónsson
sínar hræðilegu draugasögur. Þar sagði Sigurbjörn Sveins-
son fram nokkur skemmtilegustu ævintýri sín. Þar las