Unga Ísland - 01.12.1947, Side 67
57
dansarnir urðu fyrst til við glæsimennsku riddaralífsins suð-
ur í löndum, en húsgangarnir við þröng skilyrði íslenzkrar
alþýðu með eilífu, tilgangslitlu striti fyrir munni og maga.
En þótt þeir séu ekki venjulega háfleygir, þá eru þeir sungn-
ir beint út úr brjósti alþýðunnar. Það er ljóðþrá hennar,
sem streymir fram, hrein og' tær, laus við allan lærdóm, og
enginn skáldskapur sýnir betur hugsunarhátt fólksins, til-
finningar þess, ímyndunarafl, þrár þess, sorgir og gleði, sett
fram á sundurlausan hátt, eins og hugrenningarnar voru
þá stundina. Húsgangarnir eru lífið sjálft, líf alþýðunnar.
Enginn veit um höfunda þeirra, enginn á þá nema þjóðin.
Fæstar eru ortar í neinum ytra tilgangi. Ljóðþráin lagði
ósjálfrátt sundurleitar hugsanir í form stuðla og ríms. Eins
og ég hef áður minnzt á, er sjaldan hægt að rekja þessar
vísur til nafngreindra höfunda, og þótt þeir kunni að hafa
verið til, hafa þær breytzt á vörum þjóðarinnar, oft til hins
betra, stundum ef til vill til hins verra, og oft, hygg ég, eins
°g ég gat um hér að framan, að móðirin hafi raulað hálf-
skapaða vísu eða vísubrot við glókollinn sinn og síðan hafi
einn eða fleiri fullmótað hana. Annars eru sumir húsgang-
arnir svo óbrotgjörn listaverk og draga með fáum en greini-
legum dráttum svo skýrar myndir, að maður gæti haldið,
að einhverjir sérstakir snillingar hafi verið að verki. Tök-
Ujn t. d. þessa vísu, sem hvert barn kann:
Ljósið kemur langt og mjótt,
logar á fífustöngum.
Halla kerling fetar fljótt
framan eftir göngum.
Maður er í einu vetfangi kominn inn í gamla bæinn með
löngum, samanhlöðnum göngum, og gamla konan kemur
tiplandi með grútarlampann, og upp úr vörinni stendur
fífukveikurinn með undurfagurri Ijóskeilu, sem lýsir upp