Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 23
13
Reykjavík henni mjög dýrmætar, bæði stórar og smáar, um
Esjuna og öll fjöllin, um lambið, sem þau Dengsi höfðu
fengið til að leika sér við eitt sumar, þangað til það var
allt í einu orðið svo stórt, að þau réðu ekkert við það, —
um íslenzka matinn, sem henni hafði þótt svo góður, að
hún gat ekki gleymt því, um stúlkurnar, sem höfðu verið
á heimilinu, leiksystkinin og margt fleira. Þau Dengsi héldu
áfram að tala íslenzku í Danmörku, meðan þau voru sam-
an heima, og þau voru kölluð þar íslenzkir krakkar, eins og
þau höfðu verið kölluð danskir krakkar í Reykjavík. Þau
vildu eltki gleyma. En þegar þau stækkuðu, var erfitt fyrir
þau að finna orð fyrir hugsanir sínar, af því að þau kunnu
ekki nema barnamál og höfðu engar íslenzkar bækur. Svo
fór Dengsi að gleyma íslenzkunni, eftir að Gagga fór að
heiman til að ganga í skóla, enda var hann yngri og kunni
minna, þegar hann fór héðan. En þau systkinin liafa alltaf
verið dálítið feimin að tala dönsku hvort við annað.
Gagga gekk í menntaskóla og varð stúdent 19 ára gömul.
Þá fékk hún að fara heim til Islands í kynnisför til móður-
systur sinnar. Skipið fór norður fyrir land. Það kom upp
að norðausturströndinni í svartaþoku. Gagga stóð uppi á
þilfari og mændi í áttina til lands, en sá ekkert. „Hvaða
hljóð var þetta?“ — spurði hún einn samferðamanninn.
„Það var kýr að baula í landi“. Gagga hefur aldrei verið
nein beygja. En hún varð svo glöð, þegar hún heyrði aftur
þetta hljóð frá Islandi, að hún varð að harka af sér að fara
ekki að gráta. Þetta varð skemmtilegt sumar fyrir hana,
og hún rifjaði íslenzkuna talsvert upp, þó að margir vildu
tala dönsku við hana.
Þegar hún kom aftur til Danmerkur, byrjaði liún að
læra að syngja. Hún var tíu ár við söngnám, fyrst í Höfn,
síðan í París. Hún söng fyrst opinberlega í Höfn 1926, og
sama sumarið fór hún til Íslands og söng í Nýja Bíó. Hún
söng frönsk, þýzk, dönsk og íslenzk lög, ljómandi fallega