Unga Ísland - 01.12.1947, Qupperneq 61
51
III.
Það hefur stundum verið sagt, að allir Islendingar kynnu
að búa til stöku. Því fer fjarri, að það sé rétt. Fyrir nokkr-
um áratugum, segjum um síðustu aldamót, var þetta sanni
nær. Þá gátu fjölmargir bögglað saman vísu, ef þeir lögðu
sig fram. Með því á ég við, að vísan væri rétt rímuð, ljóð-
stöfun rétt og einhver hugsunarþráður, þótt skáldskapurinn
í strangasta skilningi væri lítill eða enginn. Raunar er eng-
an veginn víst, að þessu sé þannig farið nú í dag. Hins
vegar voru þeir miklu færri, þótt margir væru, sem ortu
vísur, sem snjallar gætu talizt.
Því verður ekki neitað, þegar alls er gætt, að býsna mikill
vandi er að smíða sæmilega vísu, og gegnir það furðu, hve
margir íslendingar hafa verið bjargálna á vísnagerð. Sýnir
það bezt, að þeir eru óvenjulega bragslyngir og orðhagir.
Veldur þar miklu um, að íslenzk ljóðagerð á sér óralangan
þróunarferil meðal forfeðra vorra. Rím og stuðlar voru
sungnir inn í eyru þjóðarinnar frá vöggu til grafar. Eigum
vér bragleiknina mjög að þakka einangrun og fábreytni.
Andlegu viðfangsefnin voru fá og smá, en vaxtarþráin læt-
ur ekki að sér hæða, og hún brauzt fram í stefjum og stök-
mn. Móðirin raulaði gamlar og nýjar stökur í rökkrinu, og á
vökunni, þegar kveikt hafði verið á kolunni, hljómaði rímna-
kveðskapurinn um baðstofuna, og litli stúfur lærði ósjálf-
rátt rím og stuðlun.
Ég sagði fyrir skemmstu, að ekki væri vandalaust að
gera sæmilega vísu. Setjum svo, að unglingur eða ungur
maður ætlaði að yrkja vísu, og lítum á, hvað hann þarf
að varast. Segjum, að þetta sé ferskeytla. Nú verður hann
<ið gæta þess að hafa tvo stuðla í fyrstu braglínu. Ekki er
heldur sama, hvar þeir eru settir. Til þess að þeir hljómi
saman. verður að minnsta kosti annar þeirra að standa í
hákveðu og hinn annaðhvort í lágkveðu eða hákveðu, en
aldrei mega þeir vera í áherzlulausu atkvæði. Samkvæmt,
4*