Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 10
8 Árbók VFÍ 1991/92
virðast þeir sem tengjast byggingarverkfræði og jarðtækni vera duglegri að skrifa í bókina en
aðrir, hvemig sem á því stendur. Marglofaðar greinar á öðrum sviðum verkfræði skiluðu sér
ekki. Sumum þessara greina var jafnvel búið að lofa í tvær síðustu árbækur.
Arbókin er að ýmsu leyti arftaki hins merka Tímarits Verkfræðingafélags Islands, sem kom
síðast úr 1985. Undirritaður er einn þeirra mörgu sem ítrekað hefur þurft að leita upplýsinga í
eldri árgöngum Tímarits VFÍ. Yfirleitt finnur maður það sem leitað er að, því fyrr á árum
kynntu verkfræðingar ítarlega helstu verkfræðilega merkisatburði í tímaritinu, eins og þeir
ættu að gera í Arbók VFI nú. A síðustu áratugum hafa margir aðilar kynnt framkvæmdir sínar
myndarlega í Tímariti VFÍ eða Árbók VFÍ, en aðrir aðilar hefðu getað gert meira af þessu.
Ef verkin eru ekki kynnt í riti eins og Árbók VFÍ, þá finnast upplýsingar um viðkomandi
verk aðeins í örfáum eintökum í möppum og skýrslum í hillum nokkurra starfsmanna og
stjórnanda, eða í skjalageymslum viðkomandi fyrirtækja, en koma lítt fyrir augu annarra fél-
agsmanna í VFI. Er ekki kominn tími til að breyta þessu og kynna öll meiriháttar verk í riti
eins og Árbók VFI, sem menn varðveita og glugga í.
Hér má nefna tvö dæmi um gagnsemi eldri árganga Tímarits VFÍ frá allra síðustu dögum.
Væntanleg eru frímerki með myndum af brúm frá fyrri hluta aldarinnar. Póstþjónustan þurfti á
upplýsingum að halda í kynningarbækling um þessi frímerki. Starfsmaður Vegagerðar ríkis-
ins fann þessar upplýsingar á nokkrum mínútum með því að fletta upp í tímaritinu. Undirritaður
var að skrifa grein um undirbúningsrannsóknir vatnsaflsvirkjana hér á landi fram til 1960.
Langflestar heimildanna var að finna í Tímariti VFÍ.
Ofangreint væl er þó smámunir hjá þeim ósköpum sem hafa verið að gerast varðandi inn-
göngu nýrra félaga í VFÍ. Fullborgandi félögum hefur lítt fjölgað í 6-7 ár, þrátt fyrir mikla
fjölgun í stéttinni. Flestir þeirra sem útskrifast með verkfræðipróf frá Háskóla íslands sækja
ekki um inngöngu í VFÍ, heldur eingöngu um leyfi til að nota verkfræðingstitilinn. Mikilvæg-
asta verkefni VFÍ nú er að sannfæra þá verkfræðinga, sem standa utan VFÍ, að hagsmunum
verkfræðinga sé best borgið með því að standa saman í sterku Verkfræðingafélagi.
Verkfræðinemum gefst tækifæri á að gerast ungfélagar í VFÍ, sér að kostnaðarlausu, að
loknum tveimur árum í námi, uns framhaldsnámi er lokið. Ungfélagar fá sent fréttabréf félags-
ins, VFI fréttir, þar sem auglýst er mest öll starfsemi félagsins, en varla líður sú vika, að ekki
sé eitthvað um að vera hjá þessu mjög svo virka félagi. E.t.v. mætti koma þeirri venju á að
verkfræðinemar fengju að sækja ráðstefnur VFÍ án greiðslu.
Sumum finnst árgjald VFÍ of hátt, en það hefur þó staðið í stað að krónutölu í 4 ár. E.t.v.
mætti lækka árgjaldið bæði hjá VFÍ og Tæknifræðingafélaginu með því að sameina skrifstofur
félaganna og samnýta húsnæði, eins og gert er t.d. í Danmörku. Einnig þyrfti að finna not fyrir
byggingareit sem VFI á við hlið Verkfræðingahúss á einum eftirsóttasta
stað í borginni.
Að lokum vona ég að þessi fjórða árbók VFÍ falli lesendum í geð og
vil að lokum þakka öllum samstarfsaðilum er unnu að bókinni, sérstak-
lega Ragnari Ragnarssyni, höfundi Tækniannáls, og Viktori A. Ingólfs-
syni tæknifræðingi, er setti bókina upp.
Birgir Jónsson, ritstjóri Árbókar VFÍ