Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 20
18 ÁrbókVFÍ 1991/92
til koma ábendingar um misnotkun starfsheitisins þ.e. að þeir sem ekki eru verkfræðingar séu
titlaðir sem slíkir eða séu í stöðu sem feli í sér verkfræðingsheitið. Slíku er jafnan mótmælt
kröftuglega af Verkfræðingafélaginu og hafa viðkomandi aðilar í flestum til vikum leiðrétt þetta.
Iðnaðarráðherra hefur fram til þessa afgreitt starfsleyfi verkfræðinga, tæknifræðinga og
arkitekta, gegn l .500 kr. gjaldi, en að fenginni umsögn frá viðkomandi félagi.
Um áramótin 1991/92 þegar fjáraukalög voru kynnt og samþykkt brá svo við að að leyfis-
gjaldið hækkaði í kr. 25.000.
Greinilegt er að þessi mikla hækkun er á misskilningi byggð þar sem lögvemdunin nær ein-
ungis yfir starfsheitin verkfræðingur, tæknifræðingur og arkitekt, en veitir engan einkarétt á
starfi eins og t.d. hjá læknum, kennurum o.fl.
VFÍ mótmælti þessari skattheimtu þann 13. des. 1991 með bréfi til iðnaðarráðuneytisins,
fjármálaráðuneytisins og fjárveitingarnefndar Alþingis, en þaðan voru þessi viðaukalög við
fjárlagafrumvarpið komin. SV mótmælti skömmu síðar. VFI stóð svo fyrir fundi þann 20. des.
sl. þar sem fyrri mótmæli voru ítrekuð og þá í samráði við SV, FRV, TFÍ, ST, KT, AFÍ, Lyfja-
fræðingafélag íslands, Félag viðskipta- og hagfræðinga og Kjarafélag viðskipa- og hagfræð-
inga. Aðalstjórnarfundur samþykkti tilmæli framkvæmdastjórnar um að taka málið upp við
iðnaðarráðuneyti og hefur það verið gert.
Eftir ábendingum frá ráðuneyti gekkst VFÍ í að skipa nefnd með fulltrúum VFÍ, TFÍ, AFÍ
og iðnaðarráðuneytis. Allt útlit er fyrir að málið fái farsælan endi.
8 Ytra samstarf erlent
8.1 Formannafundur (NIM) og Norðurlandasamstarf
Norðurlandafélögin skiptast á að standa fyrir árlegum formannafundum, Nordisk Ingeniör-
möde eða NIM eins og þeir eru kallaðir. Fyrir fámennt félag eins og VFÍ eru slíkir fundir
kostnaðarsamir, en afar lærdómsríkir og hvetjandi.
Árlegur fundur formanna verkfræðingafélaganna á Norðurlöndum var haldinn á Akureyri
Mynd 6 Formatmafundw norrœnu verkfrœðingafélat’anna, Nordisk Ingeniörmöde (NIM), var haldinn á
Akureyri 14-16 júní 1991. Undirbúningsnefnd fundarins ásamt Knúti Otterstedt og mökum viö
Dimmuborgir.