Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 23
Skýrsla formanns 21
stóð þá utan félags, gekk í félagið síðar. Árið 1977 sækja 41 um starfsheitið og þar af ganga 38
til liðs við félagið. Þrír standa það ár utan félags og gera enn. Næstu árin sækja flestir um fél-
agsaðild samhliða starfsheiti, en hægt og sígandi fer þeim fjölgandi sem óska þess að standa
utan félags. Árið 1987 sækja 40 um starfsheiti og þar af 30 um félagsaðild. Árið 1989 keyrir
um þverbak, en það ár sækja 65 manns um starfsheitið verkfræðingur, þar af óska einungis 18
manns eftir inngöngu í félagið sem fullgildir félagar og 6 óska ungfélagaaðildar þ.e. 41 verk-
fræðingur óskar ekki eftir félagsaðild það ár. Á seinasta starfsári var mælt með að 79 um-
sækjendur fengju leyfi til að kalla sig verkfræðing af þeim 85 umsóknum sem bárust. Um
helmingur umsækjenda, eða 45 manns, komu frá Háskóla íslands. Af þeim sóttu einungis 5 um
inngöngu í félagið. Hinir 40 óskuðu aðeins eftir leyfi til að nota verkfræðingsheitið. Sjá nánar
skýrslu menntamálanefndar.
Þrátt fyrir góðan ásetning og mikla vinnu skrifstofu og framkvæmdastjómar hefur ekki tek-
ist að snúa þróuninni í það horf sem áður var, að verkfræðingar teldu nánast skyldu sína að
standa saman að hagsmunum sínum.
Framkvæmdastjórn hefur afar þungar áhyggjur af viðgangi félagsins ef svo heldur sem
horfir. Kynningarbæklingur og vinnustaðafundir eru m.a. framlegg stjómar til að kynna
félagið með félagafjölgun í huga. Verkfræðinemum útskrifuðum frá Háskóla íslands árin
1984-1990 en ófélagsbundnum, var öllum skrifað bréf í fyrra. Fengin var skrá lánasjóðsins
fyrir árið 1989 yfir þá sem eru í verkfræðinámi erlendis og var þeim einnig skrifað bréf.
Félagið var kynnt og verkfræðingum og verkfræðinemum bent á mikilvægi þess að vera innan-
borðs.
Aðalfundur 1989 samþykkti lagabreytingu á 32. grein, gagngert til að koma á móts við ný-
útskrifaða verkfræðinga. Könnun atvinnumálanefndar sem síðar verður nefnd, gaf til kynna að
flestir þeir sem eru í verkfræðinámi hugsa sér ísland sem starfsvettvang og atvinnuhorfumar
eru eins og þær eru, heldur svartar.
9.2 Starfsheitið verkfræðingur og inntökuferli VFÍ
Lögvemdun starfsheitisins og nauðsyn þess að vera vel á verði varðandi misnotkun annarra
starfsstétta var rædd hér að framan.
Allar umsóknir um inngöngu í félagið eru vandlega yfirfamar af menntamálanefnd félags-
ins. Inntökuferlið hefur nú verið í gildi í frá því júlí 1988, en er nú í endurskoðun. Sjá skýrslu
menntamálanefndar. Þann 26. júní 1990 var eftirtöldum falið í umboði VFÍ að leita leiða til
vemdunar starfsheitisins og leiða málið í höfn;
Þorvaldur K. Árnason formaður, Þóra R. Ásgeirsdóttir og Guðleifur M. Kristmundsson.
Þorvaldur er fluttur til Afríku og Þóra gengin úr stjórn. Guðleifur er störfum hlaðinn í ýms-
um trúnaðarstörfum fyrir félagið, samanber skrá hér að aftan. Þremenningarnir eru samt vel á
verði og gefa góð ráð þegar þurfa þykir.
9.3 Kynningarbæklingur
Oft hefur sú spurning heyrst „Hvaða gagn hef ég að því að vera í Verkfræðingafélaginu?"
Framkvæmdastjórn ákvað því að semja kynningarbækling til að svara þessari spurningu og
ýmsu fleiru sem telagið þarf að koma á framfæri við núverandi og verðandi félagsmenn sína.
Þrír stjórnarmenn fengu þetta verkefni, en allar deildir og fastanefndir félagsins koma þar
einnig við sögu. Bæklingurinn hefur verið sendur félagsmönnum og öllum þeim öðrum sem
kynna þarf félagið l'yrir og hefur staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar.