Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 28
26 Árbók VFÍ 1991/92
m.a. sem í'ulltrúi VFI, ráðstefnu um náttúruhamfarir sem haldin var þar vestra. Jarðskjálfta- og
hamfaramál eru í senn áhugamál Sólveigar sem og þær fræðigreinar sem hún hefur sem
verkfræðingur m.a. lagt stund á í framhaldsnámi sínu.
9.19 80 ára afmælishátíð VFÍ1992
Verkfræðingafélag íslands var stofnað þann 19. apríl 1912. Þessa varminnst með fjölbreyttri
dagskrá á árinu 1992, sem allar deildir og nefndir innan VFÍ tóku þátt í.
80 ára afmælishátíðin hófst þann 1. febrúar sl. á árshófi félagsins að Hótel Sögu. Færri kom-
ust að en vildu og voru menn almennt mjög ánægðir með kvöldið.
Hitann og þungann af afmælisárinu hefur afmælis- og ráðstefnunefnd, sjá nefndarskipanir
hér síðar.
I ársskýrslu fyrra árs er þess getið að áætlaður kostnaður við alþjóðlegar ráðstefnur sé um 4-
5 m.kr. Vanmáttugt Verkfræðingafélag er ekki í stakk búið að aðstoða afmælisnefnd peninga-
lega og er fjáröflun alfarið á herðum nefndarinnar, sem þegar hefur safnað tæplega 3 m.kr.
Stjórnin er þakklát þessum dyggu stuðningsmönnum sem virðast ekki láta sér neitt fyrir brjósti
brenna.
9.20 Skákkvöld
Skákkvöld er ein hliðin á félagsstarfinu sem hlúa verður að. Félagsmenn, sem e.t.v. sjást
sjaldan eða aldrei, hittast og eiga saman skemmtilega kvöldstund í félagsheimili sínu,
Verkfræðingahúsinu. Þessi ágætu kvöld hafa fallið út á starfsárinu og er það miður. Vonandi
verður endurvakning á skákstarfinu á næsta starfsári.
9.21 Bridskvöld
Þrjú bridskvöld voru haldin á starfsárinu, þann l. apríl, 17. október og 21. nóvember 1991.
Nýbakaður heimsmeistari í brids Þorlákur Jónsson heiðraði starfsbræður sína með nærveru
sinni á bridskvöldinu þann 17. okt. Næsta spilakvöld er fyrirhugað mjög bráðlega. Formaður
bridsnefndar er Arni Arnason og með honum er Björn Pétursson. Agnar Jörgenson hefur verið
keppnisstjóri, en Agnar þykir kunna vel til verka við skipulag og stjórnun bridskvölda.
9.22 Samlokufundir
Samlokufundirnir hafa verið með hefðbundnu sniði annan fimmtudag hvers mánaðar. Þessir
fundir voru alla jafnan vel sóttir og sífellt sáust ný andlit meðal fundargesta, sem kaupa sér
samloku og drykk, spjalla saman smá stund og hlýða á kollega sinn, sem hefur frá einhverju
markverðu að segja. Sjá nánar skýrslu kynningarnefndar VFÍ.
10 Lokaorð
Gerð hefur verið grein fyrir helstu atriðum í starfsemi Verkfræðingafélagsins á liðnu starfsári.
Mikill fjöldi félagsmanna tekur þátt í félagsstarfinu og mun láta nærri að um tíundi hver
maður hafi gegnt einhverjum trúnaðarstörfum á vegum félagsins. Öllu þessu fólki vil ég þakka
fyrir vel unnin störf.
Sérstakar þakkir færi ég þeim sem með mér hafa starfað í framkvæmdastjórn og aðalstjórn
svo og framkvæmdastjóra félagsins og öðru starfsfólki. Allt það samstarf hefur verið með
miklum ágætum.
Ef vel er á haldið þá eru ekki nema tvö ár eftir af því erfiðleikatímabili sem félagið verður
að ganga í gegnum. Verkfræðingafélag íslands eygir lygnan sjó. Ljóst er að húsið okkar, þetta