Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 33
Skýrsla formanns 31
að gestir þeir sem hafa framsögu, séu verkfræðingar og e.t.v. mætti endurskoða fundartímann.
Þá er hugsanlegt að fréttir um fundina berist ekki til félagsmanna eins greiðlega og æskilegt
væri og að þá þyrfti e.t.v. að auglýsa í fjölmiðlum.
Kynningarnefnd stóð fyrir tveim fundum og einni ráðstefnu á síðasta starfsári og verða þau
talin hér:
Þann 8. október var efnt til opins fundar á vegum félagsins, um kostnaðaráætlanir og hvers
vegna þær standast ekki. Fundurinn var haldinn í Norræna húsinu og voru frummælendur Sig-
rún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi, Gunnar Torfason, verkfræðingur og Halldór Guðmundsson,
arkitekt. Fundurinn þótti takast prýðisvel enda málefnið á þessum tíma „heitt“. Fundarstjóm
var í höndum Þórarins Magnússonar, fráfarandi formanns VFÍ, og var hann hinn röggsamasti.
Kappræðufundur um orkumál var haldinn, einnig í Norræna húsinu, þann 21. nóvember.
Þar höfðu framsögu, um hvort stefna beri að einkavæðingu í orkumálum hér á landi, þeir
Aðalsteinn Guðjohnsen, rafmagnsveitustjóri Reykjavíkur og Páll Pétursson, alþingismaður.
Eins og gefur að skilja voru þeir á öndverðu meiði en málin voru rædd málefnalega. Er langt í
frá komist að hinu sanna um einkavæðingu eða ekki einkavæðingu á ýmsum sviðum og m.a. í
orkugeiranum. Fundarstjóri var Tryggvi Sigurbjarnarson og fórst honum það starf vel úr hendi
eins og hans vandi er.
Laugardaginn 30. nóvember stóð kynningarnefndin fyrir einskonar fræðsluráðstefnu um út-
og innflutning tækniþekkingar og EES- samninginn. Þetta var hálfs dags ráðstefna og höfðu
þar framsögu um málið valinkunnir sérfræðingar þ.e. Friðrik H. Guðmundsson, varaformaður
BVFÍ, Svavar Jónatansson, stjórnarfonnaður Virkis-Orkint, Páll Sigurjónsson, forstjóri Istaks,
Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri, Lárus Ásgeirsson verkfræðingur hjá Marel og Pálmi
Kristinsson, framkvæmdastjóri Verktakasambands íslands. Fundarstjóri var Þorsteinn
Þorsteinsson. Því miður var aðsókn að ráðstefnunni dræm og ekki í samræmi við mikilvægi
málsins. Að loknum framsögum urðu þó fjörugar umræður við pallborð og utan úr sal.
Önnur viðfangsefni kynningamefndar eru m.a. samstarf við aðrar nefndir félagsins svo sem
við útgáfunefnd og þá vegna ritunar á smápistlum og fréttaklausum í fréttabréfið vegna funda-
halda o.fl. og eins í tengslum við ráðstefnur sem teknar eru upp sem þema tímaritsins Verk-
tækni. Þá hefur nefndin haft veg og vanda af gerð barmmerkis félagsins sem félagsmönnum
stendur til boða á hagstæðara verði en áður.
Þá hefur nefndin tekið að sér verkefni vegna afmælisársins og í samvinnu við afmælisnefnd
og stjórn. Starf nefndarinnar stendur og fellur með áhuga almennra félagsmanna og því ágæta
starfi sem skrifstofan innir af hendi. Á skrifstofu eru þær Arnbjörg Edda og Gurrý og eiga þær
helstar manna þakkir skildar fyrir það senr vel hefur tekist. Án þeirra kæmunr við litlu í verk.
Þorsteinn Þorsteinsson (sign.)
11.3 Útgáfunefnd
Starfsárið 1991/92 var útgáfunefnd VFl skipuð sem hér segir:
dr. Steindór Guðmundsson, fornraður Stefán Ingólfsson
Ragnar Ragnarsson Haukur Már Stefánsson
Birgir Jónsson Ámi Geirsson.
11.3.1 Inngangur
Útgáfunefnd hélt á síðasta ári áfram þeirri stefnu sem mörkuð var af síðustu tveimur útgáfu-
nefndum (1989 - 1990). Haldið var áfram útgáfu fréttabréfsins VFI-frétta hálfsmánaðarlega,