Árbók VFÍ - 01.06.1992, Síða 35
Skýrsla formanns 33
útgáfu þessarar litlu og vinsælu bókar. Ekki var gert ráð fyrir þeim kostnaði í upphaflegri
fjárhagsáætlun, en bent var á að félagið ætti útistandandi einhverja upphæð vegna útgáfu gamla
Verktækni, sem nota mætti upp í þennan kostnað. Stjómin samþykkti þessa tilhögun, en loka-
uppgjör fyrir gamla Verktækni hefur dregist mjög á langinn, og útgáfa Almanaksins dróst fram
yfir áramót, svo kostnaðurinn lendir á árinu 1992. Endanlegur útgáfukostnaður liggur ekki
fyrir, en hann er áætlaður um 170.000 að viðbættum einhverjum póstkostnaði. Til frádráttar
kæmi þá vegna gamla Verktækni ca. 40-50.000.
Alls. Verktækni og Fréttabréfið eru á áætlun. Aðeins þarf að nota hluta þess sem eymamerkt
var sem framlag VFÍ til Árbóka 1989/90 og 1990/91. Alls eru það um 100.000 árið 1991 og
væntanlega um 200.000 árið 1992. Ekki var reiknað með Almanaki, sem mun kosta félagið um
150.000 áárinu 1992.
11.3.3 Hugmyndir um útgáfu á árinu 1992. Hér á eftir er gerð grein fyrir áætlun nefndarinn-
ar um útgáfu á árinu 1992, og síðar er gerð áætlun um útgáfukostnað VFI. Eins og í fjárhags-
áætlunum útgáfunefndar á liðnum árum er aðeins tekinn sá kostnaður sem útgáfunefndin telur
að falla muni á félagið á árinu. Ekki er tekið tillit til rekstrarafgangs (eða - halla) síðasta árs.
Ekki er heldur tekið tillit til þess að tekjur félagsins 1992 verða í raun að duga til útgáfu-
starfsemi á tímabilinu maí 1992- apríl 1993, enda þótt fjárhagsár félagsins sé almanaksárið.
Fréttabréf VFI. Reiknað er með að útgáfan verði áfram í sama farvegi, þ.e. að út komi um 16
- 18 tbl.
Nefndin hefur lagt til að TFI verði boðin aðild að Fréttabréfinu, enda taki þeir þátt í
kostnaði við útgáfu þess. Gæti þetta orðið strax næsta haust og yrði þá vonandi til þess að fleiri
fundir, skoðanaferðir o.fl. á vegum VFI og undirdeilda þess yrðu haldnir í samvinnu við
tæknifræðinga. Málið er nú í athugun hjá TFÍ, en stjórn VFÍ hefur leyft könnunarviðræður um
þetta mál. I kostnaðaráætlun er þó reiknað með óbreyttu útgáfu.
Verktækni. Utgáfusamningur við Fróða hf. hefur verið framlengdur, og reiknar út-gáfunefnd
með að útgáfan verði með svipuðu sniði og var fyrsta ár þessarar nýju útgáfu. Miðað er við að
gefa blaðið áfram út sem þemablað, þar sem fjallað er urn ákveðið efni, sem helst yrði líka
tekið fyrir á ráðstefnu, sem félögin stæðu sameiginlega að.
Eins og fyrr getur verða gefin út tvö blöð 1992, eitt að vori og eitt að hausti. Útgáfunefnd
leggur jafnframt til að tvö blöð verði gefin út vorið 1993, og eitt um haustið.
Árbók 1991/92. Reiknað er með að Árbókin komi út í álíka formi og fyrstu þrjú bindin. Lögð
verður áhersla á að útgáfa þessa bindis verði á réttum tíma, þ.e. nóvember 1992.
Óvarlegt er að reikna með að þessi útgáfa standi undir sér sjálf, þótt vel hafi tekist til nteð
fyrstu bindin að þessu leyti. Því fer nefndin fram á að félagið leggi útgáfunni til ákveðna
upphæð, eins og fram kemur í kostnaðaráætlun hér á eftir.
Önnur útgáfustarfsemi. Útgáfunefnd leggur til að áfram verði gefið út Almanak VFÍ með
félagatali, og skal stefnt að því að Almanakið komi út í nóvember - desember 1992.
11.3.4 Kostnaðaráætlun
Fréttabréf. Reiknað er með prentun og póstkostnaði um 22.000 á hvert tölublað. Auk þess
kemur kostnaður vegnafundaútgáfunefndar, ca. 26.000. Reiknað er með 17 tbl. á árinu, eða alls:
Fundir útgáfunefndar 26.000
17 tölublöð á 22.000 374.000
Samtals kr. 400.000