Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 48
1-2
Lög og stéttarreglur VFI
1 Lög Verkfræðingafélags íslands
(Samþykkt á auka-aðalfundi 28.nóv 1974 með áorðnum breytingum til og meÖ aðalfundar 25. mars 1992)
Nafn
1. gr.
Félagið heitir Verkfræðingafélag Islands, skammstafað VFI, og hefur aðsetur í Reykjavík.
Um málefni Verkfræðingafélags íslands fjalla aðalstjóm og framkvæmdastjóm, sbr. 13. og
14.grein, auk félagsfunda.
Markmið félagsins
2. gr.
Markmið félagsins er:
að efla verkfræðilega og vísindalega þekkingu félagsmanna,
að auka gagnkvæm kynni þeirra,
að stuðla að tækniþróun í landinu,
að auka álit verkfræðilegrar og vísindalegrar menntunar,
að auka þekkingu og skilning á starfi verkfræðinga,
að gæta hagsmuna stéttarinnar í hvívetna.
3. gr.
Félagið vinnur að markmiðum sínum meðal annars með því:
að halda fundi um áhugamál félagsmanna,
að halda uppi fræðslustarfsemi, svo sem námskeiðum og erindaflutningi,
að efna til skoðunarferða,
að gefa út Tímarit VFI og stunda aðra útgáfustarfsemi,
að stuðla að starfsemi sérgreinadeilda, sem fjalla um málefni hinna ýmsu verkfræðigreina,
að stuðla að starfsemi hagsmunafélaga, er gæta hagsmuna stéttarinnar,
að hafa tengsl við samtök verkfræðinga erlendis,
að hafa tengsl við samtök háskólamenntaðra manna hérlendis og erlendis.
Félagar
4. gr.
Almennir félagar geta orðið:
1. Þeir íslendingar, er lokið hafa viðurkenndu fullnaðarprófi í verkfræði, svo og þeir íslend-
ingar, sem lokið hafa fullnaðarprófi við viðurkenndan háskóla í þeim vísindagreinum, sem
verkfræðin byggist á (eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði o.fl.). Einnig þeir erlendir menn, sem
lokið hafa sams konar prófi, ef umsókn þeirra hlýtur samþykki aðalstjórnar samkv. 8.gr.
2. Aðrir fræðimenn í raunvísindum eða framkvæmdamenn á tæknisviði, sem aðalstjórn fél-
agsins býður að gerast félagar, þegar ástæður mæla með.