Árbók VFÍ - 01.06.1992, Blaðsíða 55
Lög og stéttarreglur 53
Framkvæmdastjórn skal ráðstafa almenna félagsgjaldinu til reksturs félagsins, en fasta-
nefndir skulu ráðstafa gjöldum til fastanefnda til verkefna sinna.
Gjalddagi gjalda er 1. apríl ár hvert. Greiði félagsmenn gjöld sín síðar, er framkvæmda-
stjóm heimilt að láta þá bera innheimtukostnað og dráttarvexti. Skuldi félagsmaður árgjöld
tveggja ára, skal framkvæmdastjórn fella nafn hans af félagaskrá að undangenginni skriflegri
viðvörun. Félagsmaður öðlast félagsréttindi sín á ný, þegar árgjaldaskuldin er að fullu greidd.
32. gr.
Félagsmenn, sem ekki búa í Reykjavík eða nágrenni, skulu greiða helming af 1. lið árgjalda,
gjald til útgáfunefndar að fullu og helming gjalda til annarra fastanefnda undir 2. lið.
Féiagar búsettir erlendis skulu greiða 1/4 af 1. lið árgjalds, gjald til fastanefnda að fullu.
Nýr félagsmaður er lokið hefur prófi á inntökuárinu greiðir félagsgjöld sem hér segir:
Á inntökuárinu: Ekkert árgjald
Næsta ár eftir inngöngu: 1/3 hluta árgjalds
Þar næsta ár: 2/3 hluta árgjalds
Síðan: Fullt árgjald
Ungfélagar, kjörfélagar og heiðursfélagar greiða ekki árgjöld.
33. gr.
Framkvæmdastjórn félagsins getur lækkað eða fellt niður félagsgjöld hjá einstökum félög-
um, ef henni þykir sérstakar ástæður mæla með því, t.d. ef laun félaga hafa minnkað verulega
vegna aldurs, sjúkleika eða af öðrum orsökum. Félagar, sem látið hafa af störfum vegna aldurs
eða sjúkleika, þurfa ekki að greiða félagsgjöld.
Skrifstofa VFÍ
34. gr.
Félagið rekur skrifstofu til þjónustu við félagsmenn.
Rekstur skrifstofunnar skal fjármagnaður með hluta af almennum félagsgjöldum annars
vegar og hins vegar með þjónustu við fastanefndir félagsins, deildir og hagsmunafélög.
Fyrir lok hvers starfsárs skal framkvæmdastjóri afhenda framkvæmdastjóm áætlanir um
verkefni og fjárþörf skrifstofunnar fyrir næsta starfsár.
Reikningar og endurskoöun
35. gr.
Reikningsár félagsins er almanaksárið.
Aðalstjórn setur á hverjum tíma reglur um bókhald. Reikningar félagsins skulu vera endur-
skoðaðir af tveimur endurskoðendum, og skal annar þeirra vera löggiltur. Skulu þeir birtir á
aðalfundi.
36. gr.
Allir sjóðir félagsins, að undanskildum sjóðum deilda, sem hafa sjálfstæðan fjárhag, skulu
vera í vörslu framkvæmdastjómar, og skal hún sjá um, að þeir séu ávaxtaðir á tryggan hátt.
Um sérstaka sjóði félagsins skulu samdar reglur, og skulu þær samþykktar á aðalfundi og fjall-
að um þær eins og lög félagsins.