Árbók VFÍ - 01.06.1992, Qupperneq 57
Lög og stéttarreglur 55
I tillögunni skal taka fram, hvort hætta skuli umræðum strax, eða þegar þeir hafa talað, sem
á mælendaskrá eru. Tillagan skal vera skrifleg.
Atkvæðagreiðsla fer fram þannig, að þeir, sem greiða atkvæði, rétta upp hönd, nema þegar
skrifleg atkvæðagreiðsla er fyrirskipuð í lögum félagsins eða fimm fundarmenn krefjast hennar.
Afl atkvæða ræður úrslitum, nema öðruvísi sé ákveðið í lögum félagsins.
Tillögur í sama máli skal bera undir atkvæði í sömu röð og þær koma fram. Þó skal, ef til-
lögur ganga mislangt, bera þá tillögu upp fyrst, sem lengst gengur. Breytingatillögu skal bera
upp á undan aðaltillögu. Tillögu, sem felld hefur verið, má ekki bera upp aftur á sama fundi.
Sá, sem flest atkvæði fær við nefndarkosningu, fyrstur er tilnefndur, ef atkvæði eru jöfn eða
nefnd sjálfkjörin, og fyrstur talinn, þegar nefnd er skipuð, skal kalla nefndina saman á fyrsta
fund og stjóma starfsskiptingu í nefndinni.
Það skal vera regla að leiða ekki mikilsvarðandi mál til lykta áþeim fundi, sem þau eru borin
fram á, nema þeirra hafi verið getið í fundarboðinu og með svo löngum fyrirvara, að félags-
menn hafi haft tíma til að kynna sér þau.
Þó má afgreiða slík má á einum fundi, ef 2/3 fundarmanna samþykkja það, enda standi svo
á, að afgreiðsla málsins þoli enga bið.
3 Stéttarreglur VFÍ
Félagar VFI skulu ávallt í starfi sýna drengskap og stéttvísi. Þeir skulu vera vandir að virðingu
sinni og gæta álits verkfræðingastéttarinnar í hvívetna.
1. Félagar skulu í staifi fylgja rökréttum tæknilegum aðferðum og kosta kapps um, að úrlausn
verkefna hæfi gefnum aðstæðum.
2. Félagar skulu ávallt vinna að fræðilegum verkefnum á hlutlægan og faglegan hátt.
3. Félagar skulu gæta hagsmuna viðskiptavina og samstarfsmanna í þeim málefnum, sem
þeim eru fengin til úrlausnar.
4. Félaga, sem tekur að sér verk fyrir annan aðila (verkkaupa), er óheimilt að taka við þóknun
eða fríðindum frá þriðja aðila í sambandi við verkið, nema samþykki verkkaupa komi til.
5. Félaga er ekki heimilt að taka að sér störf eða endurskoðun starfa, sem öðrum félaga hefur
verið falið, án þess að hafa samráð við hann eða að ráðningu hans sé lokið.
6. Félagar skulu í allri framkomu taka taka tillit til stéttarbræðra sinna og vemda faglegt átlit
þeirra gegn óréttmætum ádeilum, illkvittnu umtali eða röngum ásökunum.
7. Félagar skulu ekki keppa hver við annan á ódrengilegan hátt. Þeir mega ekki auglýsa sig á
villandi eða ósæmilegan hátt eða reyna að afla sér starfa með þóknun eða öðrum ótilhlýði-
legum ráðum, svo sem að notfæra sér aðstöðu sína í fastlaunaðri stöðu til þess að keppa við
aðra verkfræðinga.
8. Félagar skulu kappkosta að skiptast á upplýsingum um tæknilega reynslu í tímariti félags-
ins eða á öðrum vettvangi.
9. Félagar skulu vinna að því, að réttir aðilar njóti viðurkenningar fyrir verk sín. Þeir skulu
virða eignarrétt annarra á áætlunum, teikningum, skjölum, uppfinningum og hugmyndum.
10. Félagar skulu leitast við að gefa almenningi réttan og raunhæfan skilning á verkfræðistörf-
um og vinna gegn villandi og ýktum lýsingum, einkum ef þær gætu leitt til óheilbrigðra
framkvæmda.