Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 63
Skýrslur undirdeilda 61
60
50
40
30
20
10
0
25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 50-54 55-59 60-64 65-69 > 70
aldur í árum
Mynd 4 Aldursclreifingfélaga í RVFÍ.
magnsverkfræðingur hjá Marel hf. erindið: Tölvusjón og notkunarmöguleikar hennar í fisk-
iðnaði. A fundinn mættu um 28 manns sem lauk með venjulegu borðhaldi og umræðum um
efni fyrirlestrar.
Þann 11. mars 1992 var haldinn 267. fundur félagsins í Perlunni, útsýnishúsi Hitaveitu
Reykjavíkur í Öskjuhlíð. Þar kynntu Eyjólfur Jóhannsson rafmagnstæknifræðingur og aðrir
starfsmenn Rafteikningar hf. raf- og stjórnbúnað Perlunnar. Á fundinn mættu um 61 maður,
sem lauk með borðhaldi í boði Hitaveitu Reykjavíkur.
Þann 26. maí var haldinn aðalfundur, sem jafnframt var 268. fundur félagsins. Þar fjallaði
Jón Hjaltalín Magnússon um útflutning í íslenskum róbótum.
í fráfarandi stjórn RVFÍ hafa setið: Egill B. Hreinsson, formaður, Gunnar Ingimundarson,
stallari, Hulda Guðmundstóttir, gjaldkeri og Vignir Bjarnason, ritari. Stjórnin hefur haldið 6
formlega stjórnarfundi á árinu auk fjölmargra vinnufunda einkum í tengslum við 50 ára af-
mælishátíðina.
Orðanefnd RVFÍ hefur starfað á árinu og gerir Bergur Jónsson formaður grein fyrir starfi
nefndarinnar hér á eftir.
Félagar í RVFÍ eru nú um 200 talsins. Það vekur ugg að endurnýjun félaga virðist vera tak-
mörkuð og nýútskrifaðir verkfræðingar skila sér hvorki inn í VFÍ né RVFÍ. Meðfylgjandi súlu-
rit sýnir þetta glögglega, því enda þótt verkfræðingunt fjölgi og ætla rnegi að þeir séu fjöl-
mennastir á aldrinum 25-35 ára, eru tiltölulega fáir, sem gerst hafa félagar í RVFÍ. Aðkallandi
er að VFÍ og RVFÍ láti þetta mál til sín taka í framtíðinni til að tryggja vöxt og viðgang hins
íslenska fagfélags á sviði rafmagnsverkfræði. 25.05.1992 Egill B. Hreinsson
4 Orðanefnd RVFÍ
Frá síðasta aðalfundi RVFÍ, 16.05.1991 til þessa, 26.06.1992, hélt orðanefnd 35 fundi. Fundir
voru 3-5 flesta mánuði, en 1-2 í mánuðunum apríl til júlí. Meðalfundarsókn var tæplega 5,7 á
fundi að frátöldum gestum. Nefndarmenn voru í lok starfsársins 11 að meðtöldum fulltrúa
Islenskrar málnefndar. Þess ber þó að gæta, að tveir nefndarmanna skiptast á um að sækja
fundi eins og fram kemur hér á eftir.