Árbók VFÍ - 01.06.1992, Blaðsíða 65
Skýrslur undirdeilda 63
Nefndin fjallaði um þýðingar orða í bréfi, sem barst frá Helga Haraldssyni í Osló, en hann
vinnur að því að gefa út rússnesk-íslenska orðabók. Nefndin svaraði Helga skriilega. Nefndin
sinnti einnig beiðni VFI í litlu máli. Ragnar Fr. Munasinghe, sem verið hefur orðanefnd innan
handar við að koma orðasafninu í tölvu nefndarinnar og forrita leitarkerfi hennar, kynnti sér og
nefndinni möguleika á að komast í bein tölvusamskipti og skipti á íðorðaupplýsingum við
Islenska málstöð.
Bergur Jónsson, formaður, skrifaði um orðanefnd RVFÍ 50 ára í 10. tbl. tímaritsins Mál-
fregnir, sem íslensk málnefnd gefur út.
Orðanefnd sendi öllum starfandi íðorðanefndum, sem hún taldi að kynnu að fjalla um íðorð
tengd raftækniorðum, Raftækniorðasafn 1 - 4 að gjöf. Einnig sendi nefndin bækur að gjöf til
Islenskrar málstöðvar, Orðabókar Háskólans, Orkustofnunar og Verkfræðingafélags íslands.
Með peningagjöf Orðanefndar RVFÍ til Málræktarsjóðs í mars 1992 telst nefndin til stofn-
enda og öðlast rétt til að skipa fulltrúa í fulltrúaráð sjóðsins. Á fundi orðanefndar 7. maí ’92
var Bergur Jónsson kosinn fulltrúi nefndarinnar í ráðið og Gísli Júlíusson til vara.
Skýrsla um starf orðanefndar birtist í Árbók VFÍ um starfsárið 1990/1991.
Bækur, sem orðanefnd bárust að gjöf á árinu voru:
- Föroysk málspilla og málrökt í 4 bindum frá Þorvarði Jónssyni.
- Raftækni- og ljósorðasafn, 1. og 2. bindi frá Orkustofnun og Pósti og síma.
- Öll rit Islenskrar málnefndar, sem út eru komin, 6 að tölu, frá íslenskri málnefnd.
- íslensk orðtíðnibók frá Orðabók Háskólans.
Auk þess barst nefndinni fylgirit nr. 20 með Læknablaði, þar sent Örn Bjarnason, fonnaður
orðanefndar læknafélaganna ritar grein sem hann nefnir „Er orðasmíð hættuleg?“
Orðasafn í hjúkrun dagsett í júní 1987 barst frá orðanefnd hjúkrunarfræðinga.
íslensk málstöð sendi ORVFÍ ársskýrslu sína um árið 1991.
Orðalisti frá orðanefnd byggingarverkfræðinga í sérútgáfu Vegagerðar ríkisins barst nefnd-
inni, og framhaldi sendinga hefur verið lofað um leið og þær koma út.
Um síðastliðin áramót átti orðanefnd RVFÍ 549.1 19 kr. í sjóði. Ástæður fyrir þessari inni-
stæðu eru þrjár. I fyrsta lagi er um að ræða höfundarlaun, öðru lagi hagnað af sölu bóka og í
þriðja lagi framlög vegna tölvukaupa.
Árið 1989 samdi ORVFI við Bókaútgáfu Menningarsjóðs um greiðslu höfundarlauna til
nefndarinnar vegna útgáfu Raftækniorðasafns 2. í framhaldi af því voru greidd höfundarlaun
vegna útgáfu Raftækniorðasafns 3 og 4, bæði með beinum peningagreiðslum og í bókaúttektum
hjá Menningarsjóði. í heild voru höfundarlaun vegna útgáfu áðurnefndra bóka greidd með
270.000 kr. í peningum og 410.000 kr. í bókaúttektum.
Þá hefur ORVFI fengið framlag frá VFÍ, RVFÍ, fyrirtækjum og einstaklingum til tölvukaupa,
en hluti þessara framlaga hefur ekki enn verið notaður.
Til samanburðar má geta þess að sjóðsinnistæða ORVFÍ í árslok 1990 var 198.118 kr. og
128.595 kr. í árslok 1989.
Eins og undanfarin ár naut orðanefnd gestrisni og velvildar Orkustofnunar á fundum sínum.
Fyrir það er nefndin þakklát.
Að lokum þakkar orðanefnd frú Svövu Guðmundsdóttur fyrirhöfn hennar og hjálpsemi við
að undirbúa fundina með því að kanna fundarsókn og hafa umsjón með veitingum eins og
undanfarin ár.