Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 67
Skýrslur undirdeilda 65
að iðnaður væri vélaverkfræðingum sérlega hugleikinn og þeim bæri skylda til að hlúa að
iðnaðarmálum almennt enda hefðu vélaverkfræðingar mest afskipti af iðnaði.
Auglýst var af stjórn VVFI eftir starfsramma deildarinnar. Menn töldu að, eins og málum
* væri háttað í dag, væri almennt nóg að fara í 2-3 skoðunarferðir/vísindaferðir á ári og eins var
áhugi fyrir 2-3 kvöldfundum um áhugaverð málefni þar sem eitthvert ákveðið málefni væri
tekið fyrir yfir léttum veitingum.
Rætt var um hversu fáir ganga í félagið og spurt var hvort talsmannakerfi VFI væri komið á
en Hafliði taldi að þau mál væru að skríða í höfn. í þessu sambandi var álit fundarmanna að
rödd félagsins væri of veik.
Hafiiði auglýsti eftir góðum rökum fyrir því að verkfræðingar gengu í félagið að námi
loknu. Pétur Maack taldi það siðferðislega skyldu allra verkfræðinga að ganga í félagið að
námi loknu. Menn væru hugsanlega ekki að læra verkfræði í dag ef félagsins hefði ekki notið
við og það hafið nafnbót og nám verkfræðinga á það plan sem það er í dag. Hagsmunir manna
fara saman í þessari stétt og virðing og lögverndað heiti verkfræðinga er eign sem félagsskapur
okkar, VFI, best ver og heldur uppi.
Hugmyndir komu upp um að skrá þá verkfræðinga, sem ekki væru í félaginu, í sér bók svo
sjá mætti hverjir væru utanfélagsmenn. Einnig kom fram að ef félagsmenn væru fleiri mynd-
aðist leið til lækkunar félagsgjalda og þá féllu þau rök utanfélagsmanna að félagsgjöldin væru
of há.
Steinþór taldi að bæta þyrfti ímynd verkfræðinga, þeir tengdust um of í dag neikvæðri um-
fjöllun. Verkfræðingar þyrftu að markaðssetja sig betur og taldi hann að margar stéttir væru
betri í að selja sig en verkfræðingar, þessu þyrfti að breyta og líta þyrfti í þessu sambandi upp
frá teikniborðinu.
Hugmyndir voru uppi um að auka þyrfti starfsemi deilda og ná þannig betur út til sérþarfa
félagsmanna.
Björn Óli taldi að samtengja þyrfti endurmenntun og félagsmenn í VFÍ, þannig að félagar í
VFI nytu betri kjara við endurmenntun á vegum félagsins. Þetta tóku menn almennt undir og
töldu þetta góða leið til að auka félagatal VFI.
Komið var inn á það atriði að ef siðferðisleg rök um inngöngu í VFI væru ekki nægjanlega
sterk þeim er lykju námi, þyrfti að ná til þeirra gegnum einhverjar mælanlegar stærðir s.s.
„Hvað fæ ég fyrir peningana í VFÍ?“.
Aðalfundurinn var mjög lfflegur og miklar umræður um deild og félag.
Er umræðum lauk, sleit fundarstjóri fundi og þakkaði mönnum prúða fundarsetu.
Helgi Jóhannesson ritari (sign.)
6 Efnaverkfræðideild VFÍ
Stjórn EVFI hefur nú verið óbreytt í þrjú starfsár sem helgast einkum al' því að mæting á aðal-
fundi hefur verið engin og engir félagsmenn virðast því vera tilbúnir að leggja á sig þá litlu
vinnu sem felst í því að vera stjórnarmaður. Formlegir stjómarfundir eru fyrirferðarlitlir, en
stjórnarmenn nota símann í staðinn til að ræða málin og undirbúa fundi, sem deildin hefur
haldið, og önnur þau verkefni sem koma upp.
A síðastliðnu starfsári stóð deildin fyrir tveimur fundum, sem báðir voru mjög áhugaverðir.
Sá fyrri var um ferskleikamælingar á fiski, en sá síðari var ráðstefna EFVÍ um „Nýjungar í