Árbók VFÍ - 01.06.1992, Síða 76
74 ÁrbókVFÍ 1991/92
2 Stéttarfélag verkfræðinga
Skýrsla stjórnar 1991-1992 (flutt á aðalfundi SV 04.05.92)
2.1 Almennt
I stjóm Stéttarfélags verkfræðinga voru Þorsteinn Sigurjónsson, formaður, Þór Jes Þórisson,
fráfarandi formaður, Helgi Jóhannesson, gjaldkeri, Snæbjörn Jónsson, útgáfustjóri, Bjarni
Guðmundsson, ritari, Ásgeir Ægisson, félagaskrárritari, Ólafur Gíslason, Halldór Ingólfsson
og Kristján Arinbjarnar.
í samninganefnd SV við ríkið voru: Þórarinn K. Ólafsson, formaður (mars’92), Baldvin
Einarsson, Sigurður Sigurðarson, Guðjón Jónsson og Ólafur Gíslason. I samninganefnd SV
við FRV voru Eymundur Sigurðsson, Kristján Arinbjamar og Snæbjörn Jónsson. í samninga-
nefnd SV við Reykjavíkurborg voru Þorsteinn Sigurjónsson, formaður, Bjarni Guðmundsson,
Gunnar Johnsen og Árni Björn Björnsson. I stjórn Vinnudeilusjóðs voru Þorsteinn Sigurjóns-
son, Gaulur Þorsteinsson og Kjartan Árnason. I stjórn starfsmenntunarsjóðs hjá ríkinu voru
Baldvin Einarsson og Sigurður Sigurðarson. í stjórn Starfsmenntunarsjóðs hjá Reykjavíkurborg
voru Þorsteinn Sigurjónsson og Ámi Bjöm Björnsson. Félagasjóður er í umsjá gjaldkera SV.
Trúnaðarmenn eru á vegum SV hjá flestum stærstu fyrirtækjunum og eru rétt innan við 30.
Á síðasta ári bættust við 45 nýir félagsmenn og 4 sögðu sig úr félaginu, en frá áramótum hafa
17 nýir bæst við og engin úrsögn. Síðastliðið sumar voru haldnir stjómarfundir hálfsmánaðar-
lega, en frá septemberbyrjun hafa þeir verið vikulega. Skrifstofan var opin 1 klst í viku síðast-
liðið sumar, en 2 klst í viku frá haustdögum og skiptu stjórnarmenn þeirri vinnu á milli sín.
Þetta er takmörkuð þjónusta og því hefur núverandi stjórn komist að þeirri niðurstöðu að ráða
beri starfsmann í 40-50% starf. Hann komi til að bæta þjónustuna og innheimtuna og mun sjá
um innheimtu sjúkrasjóðs SV. Þá ætti einnig að vera hægt að hafa skrifstofuna opna nokkra
tíma á hverjum degi.
2.2 Samninganefndir
Enginn samningur hefur verið í gildi gagnvart fulltrúarráði FRV á starfsárinu, en um miðjan
síðasta mánuð var könnunarfundur við FRV og kom þar fram vilji til að bæta kjörin, þegar færi
gæfist en þessi misserin er það ekki talið vænlegt. Samningar voru lausir gagnvart ríkinu og
Reykjavíkurborg frá 1. september 1991. Samningafundur var við ríkið í lok nóvember 1991,
þar sem tekið var undir samningagrundvöll ríkisins um að færa samninga nær því sem á
almennum markaði. Á næsta samningafundi í janúarlok kom hins vegar í ljós að SNR taldi að
þar væri um framtíðarmúsík að ræða, en SV vildi strax fara að vinna að breytingu og síðan
hefur enginn fundur verið og allir samningar lausir og spurning hvað verður í kjölfar
miðlunartillögunnar. Annars hefur SV óskað eftir fundi með fjármálaráðherra vegna þróunar
samningaviðræðna.
2.3 Kjarakönnun
Kjarakönnun SV var undirbúin í lok síðasta árs og spurningaeyðublöð send úl síðustu vikuna í
janúar. Þetta er unnið með hefðbundnum hætti í samstarfi við Félagsvísindastofnun HÍ. 270
svör bárust, sem er svipað og á síðasta ári, sem er ekki nægjanlega gott. Úrvinnslu Félagsvís-
indastofnunar er nú lokið og verða niðurstöðurnar gefnar úr í bæklingi fljótlega.