Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 78
76 Árbók VFÍ 1991/92
Mynd 1 /önaöarráöherra Jón Sigurðsson og formaður Stéltaifélags verkfrœðinga Þorsteinn Sigurjóns-
son á ráðstefnu SV um atvinnumál verkfrœðinga 22.febrúar 1992.
herra gerði okkur þann heiður að ávarpa ráðstefnuna og sitja síðan í pallborði. Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra ætlaði að fjalla um EES-samninginn en forfallaðist á síðustu
stundu, en í stað hans mætti Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra. Jón Steindór Valdi-
marsson, FÍI fjallaði einnig um EES-samninginn. Halldór Ingólfsson fjallaði um launamál
verkfræðinga og kjarakönnun SV. Um vinnumarkað verkfræðinga fjölluðu Guðrún Zoega
framkvæmdastjóri FRV og Jón Erlendsson yfirverkfræðingur. Pallborðsumræður urðu fjörugar
og mikið af spurningum úr salnum, en umræðum stýrði Guðmundur G. Þórarinsson röggsam-
lega. Auk hans og ráðherra sátu eftirfarandi í pallborði:
Þorsteinn Helgason, deildarforseti verkfræðideildar HÍ, Halldór Þ. Halldórsson, formaður
VFÍ, Ólafur Erlingsson, formaður FRV, Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra og Þorsteinn
Sigurjónsson, formaður SV.
2.10 Viöhorfskönnun SV
Stjórn SV gerði viðhorfskönnun meðal félagsmanna sinna sfðastliðið haust. Niðurstöður
hennar hafa nú verið birtar í þrennu lagi í fréttabréfi SV. Helstu niðurstöður voru að 53,3%
töldu starfsemi félagsins nægilega vel kynnta, en 30,0% ekki. Aðrir voru óákveðnir.
Þjónusta SV virðist heldur ekki vera eins slæm og stjórnin óttaðist, en samt ekki nógu góð.
Af þeim,sem reynt höfðu að ná sambandi við skrifstofuna sögðu 48,5% að það hefði gengið
sæmilega, en 27,3% sögðu það hafa gengið illa. Hins vegar virtust menn almennt sáttir við
þjónustuna, þegar þeir höfðu náð sambandi. Um frekari niðurstöður er bent á fréttabréf SV.
2.11 VinnuhóparSV
Margir vinnuhópar hafa verið starfræktir hjá félaginu á starfsárinu og voru þeir eftirfarandi:
NIL-ráðstefna á Islandi, Kjarakönnun, Viðræður við tæknifræðinga, útgáfa vinnustaða-