Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 82
80 ÁrbókVFÍ 1991/92
3.3 Vaxtamál
I vaxtamálum hefur verið fylgt óbreyttri stefnu og teknir 3,5% vextir af lánum sjóðfélaga, en
heimild er í skuldabréfum til að taka allt að 5% vexti. Skuldabréfin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu. Stjómarmenn hafa álitið, að hvað sem öðru liði, væri ekki rétti tíminn nú til að
hækka vexti.
Rétt er að undirstrika enn, að það skiptir í þessum sjóði mestu máli fyrir lífeyrisrétt þeirra
sem ungir eru hverju sinni hversu góð ávöxtun sjóðsins er, en minna máli fyrir þá sem eru
eldri. Skýringin er að iðgjöld þeirra yngri eiga að jafnaði eftir að ávaxta sig lengur hjá sjóðnum
áður en til útborgunar kemur, en iðgjöld þeirra sem eldri eru.
3.4 Samningur viö húsnæöisstofnun
Húsnæðislánakerfið frá 1986 hefur nýlega lagt upp laupana. Þar með heyrir sögunni til, í bili
a.m.k., samtenging réttar manns til húsnæðislána og skuldabréfakaup lífeyrissjóðs viðkomandi
hjá Húsnæðisstofnun. Fjármögnun almennra húsnæðislána fer nú fram á hinum svokallaða
frjálsa fjármagnsmarkaði í gegnum húsbréfakerfið.
Húsnæðisstofnun þarf áfram á að halda lánsfjármagni, m.a. til að lána til svonefndra félags-
legra íbúða, enn fremur má reikna með að Húsnæðisstofnun þurfi að endurfjármagna eldri útlán
sín, t.a.m. voru lán í 1986-kerfinu til 40 ára, en þau voru fjármögnuð m.a. með sölu skulda-
bréfa til 10-15 ára.
Nýlega var gert samkomulag milli Landssambands lífeyrissjóða og Sambands almennra líf-
eyrissjóða annars vegar og Húsnæðisstofnunar hins vegar um skuldabréfakaup lífeyrissjóð-
anna af Húsnæðisstofnun. I samkomulaginu er gert ráð fyrir, að skuldabréfasala Húsnæðis-
stofnunar verði markaðsvædd í áföngum á næsta einu og hálfu ári. Fram að því kaupi lífeyris-
sjóðirnir skuldabréfin beint af Húsnæðisstofnun skv. samkomulaginu. Vextir á skuldabréfun-
um svari til vaxta á ríkisskuldabréfum á almennum markaði.
Mynd 4 Frummœlendur og þátttakendur í pallborði á ráðstefnu Lífeyrissjóðs VFÍ um lífeyrismál 30.
mars I99F Frá vinstri: Þórólfur Arnason varaformaður LVFÍ, Jónas Bjarnason formaður LVFÍ, Pétur
Blöndal tryggingastœrðfrœðingur, Þorgeir Eyjólfsson formaður Landssambands lífeyrissjóða og for-
stjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Eysteinn Haraldsson stjórnarmaður í LVFÍ og dr. Þorkell Helgason
prófessor í stœrðfrœði og aðstoðarmaður heilhrigðisráðherra.