Árbók VFÍ - 01.06.1992, Side 86
84 Árbók VFÍ 1991/92
túlkun hvað sig varðaði. Ágreiningnum var, eins og lög gera ráð fyrir, vísað til fjármálaráðu-
neytisins til úrskurðar. Ráðuneytið úrskurðaði á þann veg, að verkfræðingnum væri skylt að
greiða iðgjöld til LVFÍ.
I þessu sambandi má nefna hæstaréttardóm sem gekk nýlega, en leigubifreiðarstjóri undi
því ekki að greiða iðgjöld til lífeyrissjóðs leigubifreiðarstjóra. Bar hann m.a. fyrir sig því, að
sjóðurinn væri illa rekinn. Einnig taldi hann það mannrétlindabrot að skylda sig til að greiða í
tiltekinn sjóð. Hæstiréttur staðfesti dóm undirréttar, en hann var á þá leið, að leigubifreiðar-
stjóranum væri skylt að greiða til lífeyrissjóðs leigubifreiðarstjóra.
3.7 Lög um starfsemi lífeyrissjóða
Ekkert bólar á setningu laga um starfsemi lífeyrissjóða, en segja má að það sé óviðunandi að
sett séu lög er skyldi menn til að greiða 10% af launum sínum í tiltekinn lífeyrissjóð, án þess
að jafnframt séu sett lög um það hvernig sá tiltekni lífeyrissjóður skuli starfa.
Talið er að nokkrir sjóðir a.m.k. búi við mjög erfiða stöðu m.t.t. eigna og skuldbindinga.
Enn fremur mun rekstrarkostnaður sumra sjóða vera mjög hár, eða sem samsvarar 20-30% af
iðgjöldum.
Stjórnendur lífeyrissjóða, sem beðið hafa þess að löggjafinn tæki á þessum málum og öðrum
með lagasetningu, eru orðnir langeygir á þeirri bið og farnir að leita lausna á eigin spýtur. í
einhverjum tilfellum hafa lífeyrissjóðir verið sameinaðir m.a. í þeim lilgangi að lækka
rekstrarkostnað.
Sameining LVFÍ við aðra sjóði hefur ekki komist alvarlega á dagskrá. Sjóðfélagar í okkar
lífeyrissjóði er tiltölulega einsleitur hópur. Á móti hugsanlegum ávinningi í lækkun rekstar-
kostnaðar af sameiningu við aðra sjóði kynni að koma ókostur við að tapa þessari einsleitni
sjóðfélaga.
3.8 Útsending lífeyrisréttar
í mars 1992 voru sjóðfélögum sendar upplýsingar um réttindi sín hjá sjóðnum. Það var í fyrsta
skipti í sögu sjóðsins sem sjóðfélagar fengu sendar slíkar upplýsingar. Það sem sjóðfélagar
fengu sent voru upplýsingar um lífeyrisréttindi í árslok 1991 miðað við tryggingal'ræðilegt
uppgjör pr. 31.12.1990, að viðbættum áunnum réttindum á árinu 1991 miðað við greidd ið-
gjöld og skv. reglugerð.
Mynd 5 sýnir lífeyrisrétt virkra sjóðfélaga LVFÍ (þeirra sem eru greiðandi). Myndin sýnir
fjölda sjóðfélaga sem hafa lífeyrisrétt á tilteknu bili. Sjá má, að u.þ.b. þriðjungur sjóðfélaga á
lífeyrisrétt á bilinu 50-70 þúsund krónur á mánuði. U.þ.b. tveir þriðju sjóðfélaga eiga lífeyris-
rétt á bilinu 40-90 þúsund krónur á mánuði.
Mynd 6 sýnir síðan meðallífeyrisrétt virkra sjóðfélaga í árslok 1991 eftir aldri.
3.9 Tryggingafræðilegt uppgjör
Tryggingafræðingur sjóðsins, Bjarni Guðmundsson, hefur nú gert tryggingafræðilega úttekt á
sjóðnum pr. 31. des. 1991. Út úr þeirri athugun kemur, að hagnaður hefur orðið á rekstri
sjóðsins á árinu 1991 og nemur sá hagnaður rúmum 45 m.kr. Að hluta til er þessi afgangur til
kominn vegna þess að ávöxtun sjóðsins var betri en þau 3,5% sem reiknigrundvöllurinn gerir
ráð fyrir, og að hluta til vegna þess að aðrar tryggingafræðilegar forsendur hafa verið hagstæð-
ari en gert var ráð fyrir.
Stjómin leggur til, að þessum afgangi verði að mestu varið til hækkunar lífeyrisréttinda.