Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 111
TækniannáH 1991 109
mia.kr.) og 12,5% af tekjum ríkissjóðs (Heildartekjur =131,3 mia.kr.). Þetta er umtalsvert verri
tekjuafkoma en á árinu 1990. Þá var tekjuhallinn 1,3% af landsframleiðslu og 4,8% af tekjum.
Þetta er einnig mun verri afkoma en stefnt var að á fjárlögum ársins 1991 þegar stefnt var að
4,1 mia.kr. tekjuhalla. Hallinn varð því þrefall meiri en áformað var. Skuldasöfnun var hröð á
fyrstu mánuðum ársins, hægari yfir miðbik ársins en skuldirnar lækkuðu ekki fyrr en í lok
ársins þegar ríkissjóður tók erlent lán til þess að gera hluta þeirra upp.
2.6 Peningamál
Endurskoðaðar áætlanir Seðlabanka Islands sýna að kerfisbundinn sparnaður á árinu 1991 hef-
ur verið vanmetinn. Endurskoðunin leiðir í ljós að peningalegur sparnaður í heild hefur aukist í
krónum talið og stendur í stað í hlutfalli við landsframleiðslu. Frjáls peningalegur sparnaður
hefur hins vegar dregist saman um ríflega þriðjung.
Sparnaður: Þegar yfir lengra tímabil er litið sést að peningalegur sparnaður hefur verið óvenju
mikill á undanförnum tveimur árum. Áætlanir Seðlabanka íslands benda til að peningalegur
sparnaður í heild hafi verið 37 mia.kr. 1991, sem er 9,7% hlutfall af þjóðarframleiðslu.
Lánsfjáröflun: Hin mikla lánsfjárþörf opinberra aðila setti óneitanlega svip sinn á fjármagns-
markaðinn í fyrra. Opinberir aðilar tóku samtals lán að upphæð 57 mia.kr. Þar af voru innlend
lán um 35 mia.kr. og erlend lán um 22 mia.kr. Lánsfjárþörf opinberra aðila gerði því tilkall til
meira en alls peningalegs sparnaðar í landinu. Langstærstan hluta af lánsfjárþörfínni má rekja
til ríkissjóðs og húsnæðiskerfisins. Á fyrri hluta árs var lánsfjárþörf ríkisins að stærstum hluta
mætt með yfirdrætti í Seðlabanka íslands. Á síðari hluta ársins voru hins vegar tekin erlend lán
til að fjármagna lánsfjárþörfina. í lánsfjárlögum hafði aftur á móti verið stefnt að því að tjár-
öflunin yrði alfarið á innlendum markaði, eins og gert var árið 1990. Undir lok ársins glæddist
innlend lánsfjáröflun ríkissjóðs og nam sala spariskírteina umfram innlausn 2,4 mia.kr. á árinu.
Vextir: Raunvextir hækkuðu almennt um 1 prósentustig á útlánum á árinu 1991. Verðtryggð
útlán innlánsstofnana báru að meðaltali 7,8% raunvexti umfram framfærsluvísitölu, eða 8%
umfram lánskjaravísitölu. í fyrra báru þessi lán hins vegar 9,3% raunvexti. Af almennum
óverðtryggðum skuldabréfum voru að meðaltali greiddir 9,1% raunvextir 1990 en 9,9% í fyrra.
Ávöxtunarkrafa í verðbréfaviðskiptum gefur betri mynd af vaxtaþróuninni. Meðalávöxtun
% %
30- Na fnvextir óverá- -30
\ Vextir a f vísitölu- trxggdra lána
20- / •'*. /\ \ bunilnuni lánum -20
i \ \ / /■••\
...••-*'’ i \ \ /\ J —
10- ! \ ; \ y \ r / \ „ / \ -10
i \ / \/ \ V /
• \ /
”•*./
• *• i Raunvextir óverd-
-10- ' \ / 1 tryggóra lána -10
j FMÁMJ j ÁSÖND j F M Á M j ÍÁSÓND J FMÁMJ JÁSOND j F M Á
1Q8Q 1QQ0 ÍQQI 1QQ2
Mynd 3 Vextir skuldabréfalám 1989-1992. Algengustu vextir. Heimild Þjóðhagsstofnun.