Árbók VFÍ - 01.06.1992, Blaðsíða 112
110 ÁrbókVFÍ 1991/92
Mynd 4 Erlendar skuldir í hlutfalli af VLF og greiðslubyrði í hlutfalli við heildarútflutning. Heimild
Þjóðhagsstofnun.
spariskírteina á Verðbréfaþingi íslands var 6,9% árið 1990 og húsbréfa 7%. í fyrra var hins
vegar meðalávöxtun spariskírteina 7,9% og húsbréfa 8,3%.
Erlend lán: Þegar rætt er um erlend lán er jafnan átt við lán til að minnsta kosti eins árs. Aætl-
anir benda til að erlend lán þjóðarbúsins hafi numið um 190,7 mia.kr. í lok síðasta árs. Þegar
hlutfall lána af landsframleiðslu er metið er lánastaðan ævinlega reiknuð á meðalgengi ársins
og kemur þá í ljós að skuldahlutfallið svarar til 51,2% af landsframleiðslu í fyrra. A síðasta ári
voru tekin löng erlend lán alls að fjárhæð 29,5 mia.kr. en afborganir lána nánui 15 mia.kr. I lok
árs 1990 voru erlend lán þjóðarbúsins 176,3 mia.kr. og skuldahlutfallið 51,3%.
Nettóstaða þjóðarbúsins gefur gleggri mynd af nettókröfum erlendra aðila á innlenda. Auk
langra erlendra lána myndast nettóstaðan af erlendum skammtímaskuldum nettó, þ.m.t.
ógreiddum útflutningi og gjaldeyrisstöðu bankanna. Þegar öllu er til skila haldið fæst að nettó-
staða hafi numið 174 mia.kr. á gengi í árslok, sem svarar til 46,8% af landsframleiðslu.
Aukning erlendra skulda samfara samdrætti í útflutningstekjum leiðir óhjákvæmilega til
vaxandi greiðslubyrði af erlendum lánum. Greiðslubyrðin hefur vaxið ár frá ári síðan 1987 er
hún var 16% af útflutningstekjum, og er talin hafa numið 23% á síðasta ári. Svo há hefur
greiðslubyrðin verið einu sinni áður, árið 1984, er hún nam 24,3%.
2.7 Vinnumarkaður
Atvinnuástand var yfirleitt viðunandi á árinu 1991. Skráð atvinnuleysi var um 1,5% af vinnu-
framboði sem samsvarar því að um 1.900 manns hafi verið án vinnu að meðaltali. Þetta er
heldur minna atvinnuleysi en árin tvö þar á undan er það var um 1,7-1,8%. Atvinnuleysi var
mun meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu á árinu 1991 og mun meira meðal kvenna
á landsbyggðinni en karla. Mest var atvinnuleysið meðal kvenna á Suðurnesjum, 3,9%, en
minnst meðal karla á Vestfjörðum, 0,3%.
Þegar að hefur kreppt á íslenskum vinnumarkaði hefur brottflutningur fólks jafnan verið
mun meiri en aðflutningur. Arin 1989 og 1990 reyndust brottfluttir nokkru fleiri en aðfluttir.
Hins vegar fluttust 1.000 manns fleiri til landsins í fyrra. Ótryggt atvinnuástand á Norðurlönd-
unum er nærtæk skýring.