Árbók VFÍ - 01.06.1992, Síða 114
112 ÁrbókVFÍ 1991/92
Einkaneysla: Bráðabirgðatölur um einkaneysluna á árinu 1991 liggja nú fyrir. Samkvæmt þeim
óx einkaneyslan um 5,6% að raungildi frá 1990 til 91. Einkaneyslan dróst hins vegar saman árin
tvö á undan, um 4,2% árið 1989 og um 0,6% 1990. Einkaneyslan í fyrra var því svipuð og 1988.
Velta í krítarkortaviðskiptum nemur nú um fimmtungi einkaneyslunnar og er gagnleg vís-
bending um þróun neyslu. Heildarveltan í fyrranam47,3 mia.kr. og jókst um 7,5%áföstu verði.
Önnur vísbending um aukna neyslu felst í tölum um fjölda nýskráðra bifreiða. Þær voru
flestar 1987 nær 23,5 þúsund, en fækkaði verulega næstu tvö árin á eftir. A árunum 1990 til
1991 fjölgaði nýskráningum um 60%, þar af 35% í fyrra.
Samneysla: Áætlun um samneyslu bendir til að hún hafi numið 74 mia.kr. á árinu 1991. Sem
hlutfall af landsframleiðslu nam samneyslan 19,3% og hefur ekki áður verið varið jafn stórum
hluta framleiðslunnar til samneyslu. Reiknað á föstu verðlagi mælist aukning samneyslunnar
4,5%, á meðan landsframleiðslan jókst um ríflega 1,5%. Þessa aukningu má fyrst og fremst
rekja til samneyslu á vegum ríkissjóðs, en hún jókst um 7% árið 1991 samanborið við 2% vöxt
í samneyslu sveitarfélaga.
Fjárfesting: Bráðabirgðatölur um íbúðabyggingar á árinu 1991 benda til verulegs samdráttar,
einkum í Reykjavík. Reiknað er með ekki undir 5% samdrætti í byggingu íbúðarhúsnæðis. Haft
er í huga að líkur benda til þess að meiriháttar viðhald og endurnýjun húsnæðis hafi aukist
töluvert en húsbyggingaskýrslur ná ekki til þeirra framkvæmda nema að takmörkuðu leyti.
Flugleiðir keyptu þriðju Boeing 757 vél sína á árinu 1991 en hún hefur ekki verið skráð á
Islandi, þar sem Flugleiðir leigðu hana strax til Bretlands til tveggja ára..
Fjárfesting hins opinbera er talin hafa aukist uml0% milli áranna 1990og 1991 ef flugvéla-
kaupum er sleppt. Reiknað í hlutfalli við landsframleiðslu hafa opinberar fjárfestingar farið
vaxandi, námu 5,5% af landsframleiðslu 1988 samanborið við 6,8% samkvæmt áætlun fyrir
1991. Þar munar mestu um um nærfjórðungs vöxtfjárfestingaísamgöngumannvirkjum. Aukn-
ing framkvæmda við götur og holræsi nemur 22% og hafnarframkvæmdir jukust um nær 50%.
Raforkuframkvæmdir jukust um 17%, einkum vegna aukinna framkvæmda Hitaveitu Suður-
nesja. Samdráttur varð hins vegar í byggingum hins opinbera, um 2%, og um 14% í vatns- og
hitaveitum.
2.11 Innflutningur
Fyrstu sex rnánuði ársins jókst almennur innflutningur um tæplega 19% að raungildi miðað við
sama tímabil árið áður. Mikinn hluta þessarar aukningar má rekja til stóraukins bflainnflutnings
sem tvöfaldaðist á þessu tímabili. Auk þess jókst innflutningur á ýmis konar neysluvörum. Ur
innflutningi dró þegar leið á árið. Ástæður þess má rekja til aðhaldsaðgerða ríkisins í maímán-
uði og að á miðju ári varð 1 jóst að draga þyrfti frekar úr fiskafla.
Alls voru fluttar inn vörur fyrir tæplega 94,7 mia.kr., þar af nam innflutningur án olíu
rúmlega 74 mia.kr. Flutt voru inn skip og flugvélar fyrir 6,3 mia.kr., rekstrarvörur til stóriðju
fyrir tæplega 6 mia.kr. og olía fyrir 7,4 mia.kr. Að magni jókst innílutningur um 10,5% milli
ára, þar af neysluvöruinnflutningur um 14,8%, fjárfestingarvörur um 10,9% og rekstrarvörur
aðrar en eldsneyti um 5,7%.
2.11 Viðskiptajöfnuöur
Viðskiptajöfnuðurinn árið 1991 var óhagstæður um 18,7 mia.kr. sem svarar til um 4,9% af
landsframleiðslu. Þetta er tvöfalt meiri halli en árið á undan. Til samanburðar var hallinn að
meðaltali 3,3% á níunda áratugnum.