Árbók VFÍ - 01.06.1992, Síða 116
114 ÁrbókVFÍ 1991/92
3.2 Stéttarfélag verkfræðinga
Lítið gerðist í samningamálum á árinu 1991. Enginn samningur var í gildi gagnvart FRV á ár-
inu. Samningar voru lausir gagnvart ríkinu og Reykjavíkurborg 1. september 1991.
Sumarið 1991 var gefin út bráðabirgðaútgáfa af bæklingi um vinnustaðasamninga.
Allir verkfræðingar, sem eru í Stéttarfélagi verkfræðinga og stunda tryggingarskylda vinnu
eiga rétt á atvinnuleysisbótum. Fyrsti verkfræðingurinn fékk slíkar bætur greiddar í gegnum
félagið á miðju ári 1991. Um áramót voru þrír á slíkum bótum, sem er um 0,5% félagsmanna.
Stéttarfélag verkfræðinga mótmælti eins og Verkfræðingafélag íslands hækkun gjalds fyrir
ráðherraleyfi um starfsheitið verkfræðingur
3.3 Félag ráðgjafarverkfræðinga
A aðalfundi félagsins 1991 voru 106 félagsmenn og 32 FRV-fyrirtæki í Félagi ráðgjafaverk-
fræðinga. Hjá fyrirtækjunum störfuðu í desember 1991 rúmlega 400 manns.
Gerð var könnun á afkomu og rekstri FRV- fyrirtækja árið 1990. Svör bárust frá 19 fyrir-
tækjum af þeim 32 sem eru í félaginu. Hjá þessum 19 fyrirtækjum störfuðu 272 tæknimenn og
109 aðrir starfsmenn eða samtals 381 starfsmaður. Velta á starfsmann hafði aukist um 12% frá
árinu áður, en hækkun byggingarvísitölu á sama tíma var tæp 18%. Laun og launatengd gjöld á
hvern starfsmann hækkaði um tæplega 12% á árinu. Annar kostnaður lækkaði, þannig að
meðalhagnaður jókst úr 2,4% í 8,4%. Heldur meira var unnið hlutfallslega fyrir einkaaðila en
árið áður og að sama skapi minna fyrir opinbera aðila. Hlutdeild vinnu fyrir einkaaðila er þó
aðeins um fjórðungur af heildarveltu fyrirtækjanna. Hlutfall ákvæðisvinnu hefur einnig aukist
örlítið frá árinu áður, en er þó innan við fimmtung af heildarveltu fyrirtækjanna.
Ekkert var unnið að samningamálum. Laun hafa hækkað almennt í samræmi við þjóðar-
sáttarsamninga.
I desember 1991 var könnuð verkefnastaða hjá FRV-fyrirtækjum. Niðurstöður könnunar-
innar voru í stuttu máli þær að horfur voru slæmar. Yfirvinna hafði dregist saman og var engin
víðast hvar. Menn sáu fram á að þurfa að segja upp fólki þannig að fækkun yrði allt að 17%.
3.4 Háskóli íslands
Hér er gerð grein fyrir fjölda stúdenta haustið 1990 og haustið 1991 í hinum hefðbundnu verk-
fræðigreinum í verkfræðideild Háskóla íslands, þ.e. byggingarverkfræði (B), vélaverkfræði
(V) og rafmagnsverkfræði (R).
Fjöldi kvenna haustið 1991 í verkfræðideild var 31 og er það sami fjöldi kvenna og var í
deildinni haustið 1990. Fjöldi kvenna haustið 1991 var 11,7% af heildarnemendafjölda.
Hlutfall nýnema af heildar-
nemendafjölda haustið 1991 var
32,8% í stað 37,8% haustið 1990.
Athygli vekur að fjöldi jreirra
hefur minnkað úr 107 í 87, sem
er tæplega 20% fækkun. Sam-
kvæmt þessu heldurásókn í verk-
fræðinám áfram að minnka, en
hún minnkaði um rúm 12% milli
áranna 1989 og 1990. Heildar-
fjöldi nemenda í Verkfræði-
Skráöir 26. október 1990 Hundraðs-
B V R Alls hluti
Fjöldi 85 108 90 283
Konur 14 11 6 31 11,0%
Nýnemar 36 38 33 107 37,8%
Skráöir 4. nóvember 1991 Hundraös-
B V R Alls hluti
Fjöldi 84 97 84 265
Konur 14 10 7 31 11,7%
Nýnemar 29 33 25 87 32,8%
Tafla 1 Nemar í verkfrœði við Háskóla lslands.