Árbók VFÍ - 01.06.1992, Side 118
116 ÁrbókVFÍ 1991/92
Mikil deyfð hefur verið í sölu á nýjum íbúðum á síðustu tveimur árum og er áætlað að um
200-300 íbúðir, fokheldar eða lengra komnar, séu óseldar á markaðinum. Ymsar ástæður hafa
verið nefndar fyrir þessu en ljóst er að eftirspurnin er minni en oft áður m.a. vegna samdráttar í
efnahagsstarfseminni. Lágt verð á notuðum íbúðum hefur og endurspeglað þessa þróun.
Á árinu 1991 var hafin bygging á mun færri íbúðum en árið á undan. Töluvert framboð er af
íbúðarhúsalóðum hjá flestum sveitarfélögum, einkum á höfuðborgarsvæðinu.
Þrátt fyrir offramboð á nýjum íbúðum er enn gífurleg umframeftirspurn eftir lánum til
byggingar félagslegra íbúða. Þannig bárust samtals 2.150 umsóknir um lán vegna byggingar
félagslegra íbúða á árinu 1992, en á síðasta ári úthlutaði stofnunin lánum til 597 íbúða. Ljóst er
að ekki verður hægt að sinna nema hluta af þessum umsóknum. Hinn gífurlegi fjöldi lánsum-
sókna til byggingar félagslegra íbúða er ekki síst umhugsunarverður í ljósi þess að talið er að
árleg byggingaþörf í landinu öllu sé um 1.400-1.500 íbúðir. Hin áætlaða íbúðaþörf í félagslega
fbúðakerfinu sem stendur er hins vegar talin vera samtals um 9.389 íbúðir á landinu öllu, ef
marka má upplýsingar frá umsækjendum.
Byggingar og mannvirki atvinnuveganna: Fjárfesting atvinnufyrirtækja í byggingum og
mannvirkjum dróst saman um 2-3% á árinu eins og búist var við. Um 3% samdráttur varð í
byggingu skrifstofu- og verslunarhúsnæðis, en framkvæmdir í þessum geira voru um 35%
minni á árinu 1991 en þær voru á árinu 1987. Svo virðist sem eitthvað sé að rofa til með sölu á
slfku húsnæði eftir mikið offramboð og sölutregðu síðustu 3-4 árin.
Framkvæmdir á vegum varnarliðsins: Islenskir aðalverktakar sf. hafa haft einokun á fram-
kvæmdum fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Haustið 1990 voru gerðir samningar milli
eignaraðila fyrirtækisins um að ríkissjóður eignaðist meirihluta í fyrirtækinu. Samhliða því
veitti utanríkisráðherra fyrirtækinu fimm ára starfsleyfi um einkasamninga við varnarliðið. Á
þeim tíma skyldi unnið að því að gera fyrirtækið að almenningshlutafélagi.
í samþykkt ríkisstjómarinnar segir í fyrsta lagi að verktökumál varnarframkvæmda verði
aðlöguð venjulegum háttum innan NATO-ríkja á á þessu kjörtímabili. 1 öðru lagi skal á aðlög-
unartímanum tekin upp undirverktaka á allt að 90% þeirra verka, sem eru áætluð til samninga
á þessu ári eða síðar. í þriðja lagi samþykkti ríkisstjómin að erlend efniskaup verði boðin út í
alþjóðlegum útboðum. í fjórða lagi verði samkomulag um að ræða endurskoðun á álagningar-
reglum í núgildandi fyrirkomulagi verktökunnar.
4.2 Fasteignamat
Ítöflu2másjá tölur fyrir landið allt úr fasteignaskrá þeirri, sem gildi tók 1. desember 1991.
Rúmmálsaukning mannvirkja fyrir allt landið var aðeins 2,2% í stað 2,9% árið áður. Rúm-
málsaukningin endurspeglar nýbyggingar og þannig stöðu í efnahagslífinu.
Fróðlegt er að berasamanfasteignamatog rúmmál mannvirkjaeftir umdæmum. Þennan sam-
anburð má sjá á mynd 7 og mynd 8. Fasteignamat er lang hæst í Reykjavík og síðan á Reykja-
nesi. Fasteignamat í Reykjavfk sem hlutfall af öllu landinu er 45,6%, en rúmmál mannvirkja
þar sem hlutfall af öllu landinu er aðeins
33,1%. Fasteignamat á Austurlandi er
lægst og er það sem hlutfall af öllu land-
inu 3,2%, en rúmmál mannvirkja sem
hlutfall af öllu landinu aftur á móti 5,7%.
Tafla 2 Upplýsingar um fasteignir á landinu öllu úr
fasteignaskrá.
Heildarmat allra fasteigna 754.016 m.kr.
Álagningarstofn fasteignaskatts 871.875 m.kr.
Samanlagt rúmmál mannvirkja 83.154 þús. m3
Fjöldi íbúöa 139.964