Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 120
118 ÁrbókVFÍ 1991/92
5.3 Orkuframkvæmdir og rekstur orkukerfisins
5.3.1 Landsvirkjun
Við Blönduvirkjun hélt Landsvirkjun áfram framkvæmdum, sem lauk að mestu á árinu og var
hún formlega tekin í notkun hinn 5. október 1991 þegar fyrsta 50 MW samstæða virkjunar-
innar af þremur var gangsett. Önnur vél virkjunarinnar var tilbúin til prófana um áramót og
unnið var að uppsetningu þeirrar þriðju.
Blöndustífla var fullgerð á árinu í þá hæð, 478,4 m y.s., sem hún fær í fyrri áfanga miðlun-
arlónsins.
Til undirbúnings undir Fljótsdalsvirkjun var á árinu sprengdur 155 m langur kafli í aðkomu-
göngum að virkjuninni og lokið viðgerð vinnuvegaá Fljótsdalsheiði fráGrenisölduaðLaugará.
Á árinu 1991 var valin leið fyrir Fljótsdalslínu 1 (220 kV) frá Fljótsdalsvirkjun að Svartár-
koti í Bárðardal, þar sem ráðgert er að hafa tengistöð. Þetta leiðarval kallaði fram umfangsmeiri
mótmæli en dæmi eru um gegn nokkurri háspennulínu hér á landi. Mótmælendur bera einkum
fyrir sig að línan spilli ósnortinni ásýnd Ódáðahrauns þar sem hún lægi yfir það.
Undirbúningur Fljótsdalsvirkjunar og sömuleiðis stækkun
Búrfellsvirkjunar var felldur niður í bili seint á árinu eftir að
ljóst var að byggingu álversins á Keilisnesi myndi seinka.
Lagningu svonefndrar Búrfellslínu 3B lauk um miðjan des-
ember, en svo nefnist 220 kV háspennulína frá hinni nýju að-
veitustöð við Hamranes að Búrfellslínu 2 skammt austan við
Sandskeið, þar sem nýja línan tengist henni, en Búrfellslína 2
lá áður að aðveitustöðinni við Geitháls.
Engar framkvæmdir voru á árinu við stækkun Búrfells-
virkjunar nema hvað lagður var vegur upp á bak við væntan-
legt stöðvarhús.
5.3.2 Rafmagnsveitur ríkisins
Rafmagnsveitur ríkisins lögðu á árinu nýja 66 kV línu frá að-
veitustöð við Hveragerði til Þorlákshafnar, 19 km að lengd.
Aðveitustöðin í Hveragerði var stækkuð og ný aðveitustöð
byggð við Þorlákshöfn fyrir 66 og 11 kV spennu. Endur-
Vatnsaflsstöövar: MW
Búrfellsstöö 210
Hrauneyjafossstöö 210
Sigöldustöö 150
Blöndustöö 50
írafossstöð 48
Steingrímsstöö 26
Laxárstöðvar 23
Ljósafossstöð 15
Samtals: 732
Jarögufustöðvar:
Kröflustöð 30
Bjarnarflagsstöö 3
Samtals: 33
Eldsneytisstöövar:
Straumsvík 35
Akureyri 13
Samtals: 48
Tafla 3 Aflstöðvar Lands- nýjaðir voru 11 kV aflrofar í aðveitustöð á Rangárvöllum of-
virkjunar i árslok 1991. an vig Akureyri. Einnig voru 11 kV rofar endurnýjaðir í að-
Alls 813 MW. veitustöð í Saurbæ og á Laxárvatni. Byggt var nýtt aðveitu-
stöðvarhús á Ólafsfirði og keyptir í það 11 kV aflrofar og auk þess í aðveitustöð á Eskifirði
sem verið er að endurnýja. Lagður var tæplega 5 km langur 19 kV strengur frá Hvammstanga í
átt að Laugabakka og plægðir niður tveir 11 kV strengir frá aðveitustöðinni á Rangárvöllum
við Akureyri suður í Eyjafjarðarsveit, samtals 14 km langir. Ný 800 kW díeselvél var keypt á
árinu og sett upp á Skagaströnd. Smíðuð var ný og stærri botnloka fyrir Grímsárvirkjun og sett
upp.
Rafmagnsveiturnar vörðu 70 m.kr. á árinu til að styrkja og endurbæta dreifikerfi í þéttibýli á
orkuveitusvæðum sínum og 23,2 m.kr. til að styrkja dreifikerfin í strjálbýli. í byrjun janúar
1991 gekk mikið ísingaveður, sem stóð í fjóra daga, yfir landið norðanvert. í því varð mesta
tjón sem orðið hefur frá upphafi á dreifikerfum Rafmagnsveitnanna. Eftir því sem næst verður