Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 127
Tækniannáll 1991 125
Markaðshlutdeild: Félag íslenskra iðnrekenda hefur um árabil gengist fyrir könnun á mark-
aðshlutdeild innlendrar framleiðslu í nokkrum greinum iðnaðarins. Innlend framleiðsla virðist
hafa haldið markaðshlutdeild sinni nokkuð vel í flestum greinum iðnaðarins á árinu 1991 ef
tekið er mið af fyrirliggjandi upplýsingum.
Alþjóðlegir viðskiptasamningar: Alþjóðlegir viðskiptasamningar hafa verið talsvert í deigl-
unni, þótt ekki tækist að Ijúka þeim sem mikilvægastir eru fyrir íslendinga. Fyrir íslendinga er
mikilvægt að frelsi í milliríkjaviðskiptum sé sem mest.
Helstu samningar sem verið hafa til umfjöllunar og skipta ísland og íslenskan iðnað máli
eru samningurinn um evrópskt efnahagssvæði (EES), GATT-samningurinn, fríverslunarsamn-
ingur við Tyrki, Fríverslunarsamningur við Ungverjaland, Pólland og Tékkóslóvakíu, samn-
ingar milli Islands og Eystrasaltsríkjanna, viðskiptasamningur við hið nýja Rússland og frí-
verslunarsamningur við Færeyjar.
Lög um fjárfestingar erlendra aðila: í mars setti Alþingi ný lög um fjárfestingu erlendra
aðila í atvinnurekstri. Með þessari löggjöf voru settar heildstæðar reglur um fjárfestingar
erlendra aðila í atvinnurekstri á íslandi og bætt úr brýnni þörf til að skýra þessar reglur.
Aðalreglan er sú að fjárfestingar erlendra aðila eru heimilaðar en veigamiklir fyrirvarar eru
settir. Um iðnaðinn gildir að þar eru fjárfestingar nánast án takmarkana, en í fiskvinnslu,
bankastarfsemi og flugstarfsemi eru miklar takmarkanir og fortakslaust bann við fjárfestingum
í útgerð og orkugeiranum.
Þróun og nýsköpun: Umræða um þróun og nýsköpun í atvinnulífinu hefur verið talsverð að
undanförnu. Viðvarandi samdráttur í atvinnulífinu með tilheyrandi minnkun þjóðartekna og
auknu atvinnuleysi hefur ýtt undir þessa umræðu. Breyttar aðstæður á alþjóðlegum mörkuðum
kalla einnig á ný viðhorf og vinnubrögð bæði fyrirtækja og stjórnvalda. Eitt af því sem Félag
íslenskra iðnrekenda hefur lagt áherslu á er aukið frumkvæði fyrirtækja í nýsköpun og
þróunarstarfsemi.
6.3 Ýmis iðnfyrirtæki
6.3.1 Sementsverksmiðja ríkisins
Aframhaldandi samdráttur varð í notkun sements árið 1991. Hefur hún ekki verið Iægri síðan
1970. Ofninn var stöðvaður tvisvar á árinu í tæpa þrjá mánuði og urðu rekstrardagar aðeins 280
og hafa aldrei verið færri í sögu verksmiðjunnar. (Sjá ntynd 16).
Verð á sementi frá verksmiðjunni hækkaði um 7% á árinu.
Aárinu 1991 var komið fyrir búnaði til þess að blanda jámsúlfati í sementið, en járnsúlfatið
eyðir úr sementinu sexgildu krómi sem valdið getur húðsjúkdómum.
Snemma á árinu var stofnað undirbúningsfélag að byggingu jarðganga undir Hvalfjörð.
Sementsverksmiðjan er stærsti hluthafinn í félaginu, sent hlaut nafnið Spölur hf. Undirbún-
ingsrannsóknir á vegurn félagsins fóru fram á árinu og gefa þær til kynna að gerð jarðganga sé
fýsilegur kostur.
6.3.2 Kísiliðjan
Samtals voru framleidd 23.016 tonn af fullunnunt kísilgúr á árinu 1991, sem er 12% minna en
árið áður. Mest hefur verksntiðjan framleitt 29.400 tonn árið 1985. Framleiðsla síðastliðin
fimm ár hefur verið að meðaltali 25.000 tonn. á ári og á sama tíma hefur verið dælt að meðal-
tali 35.800 tonnum á ári úr Mývatni til hráefnisþróar.
I júní 1991 gaf sérfræðinganefnd um Mývatnsrannsóknir út skýrslu sína til stjórnvalda um