Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 131
Tækniarmáll 1991 129
lega 30% með bundnu slitlagi. Kostnaður við viðhald og almenna þjónustu þjóðveganna var
l. 494 m.kr., sem svarar til 181,1 þús.kr. á hvern kílómetra þjóðvegs. Eknir voru 889 milljón
km á þjóðvegunum, sem svarar til 1,68 króna á ekinn km. Kostnaður við vetrarþjónustu bætist
við og var hann 393 m.kr. árið 1991.
Umferðatalning fór fram eftir skipulagi, sem byrjað var að vinna eftir 1985. Umferðaraukn-
ing var um allt land en nokkuð mismunandi eftir landshlutum, mest á Vesturlandi yfir 20%, en
minnst á Austurlandi rúmlega 3%.
Framkvæmdir samkvæmt vegáætlun: Fjárveitingar til nýrra þjóðvega samkvæmt vegáætlun
voru 2.353 m.kr. Skiptist sú tala þannig að til stofnbrauta fóru 2.057 m.kr., til þjóðbrauta 243
m. kr., til bundinna slitlaga á þjóðvegi í kaupstöðum og kauptúnum 27 m.kr. og til girðinga og
uppgræðslu 26 m.kr.
Stórverkefni: Stórverkefni á árinu 1991 voru ný brú yfir Markarfljót, brú yfir Dýrafjörð,
Vestfjarðargöng, endurbætur á Strákagöngum og göng um Olafsfjarðarmúla. Fjárveitingar í
þessar framkvæmdir á árinu 1991 voru 664 m.kr.
7.2 Hafnargerð
Unnið var að framkvæmdum við hafnargerð og sjóvamargarða fyrir samtals 1.512 m.kr. árið
1991. Skipting framkvæmda eftir verkefnaflokkun kemur fram í töflu 4.
Unnið var að einhverjum fram-
kvæmdum í 52 höfnum, er njóta rík-
isstyrks samkvæmt hafnalögum. Af
þeim 1.072 m.kr., sem framkvæmt
var fyrir, féllu 791 m.kr. í hlut ríkis-
sjóðs að greiða. Það sem upp á vant- Tafla 4 Hafnargerð. Skiptingfjárveitinga eftirframkvœmda-
aði greiddu hafnirnar af eigin fé. flokkum.
I eftirtöldum höfnum var unnið fyrir hærri upphæð en 25 m.kr.: Akranesi, Olafsvík, Bol-
ungarvík, Isafirði, Skagaströnd, Reyðarfirði, Höfn, Sandgerði og Keflavík/Njarðvík.
A Akranesi var lokið við að styrkja brimvömina á aðalhafnargarðinum.
I Olafsvík var dýpkað við nýju bryggjuna á Norðurtanga og steypt þekja á bryggjuna.
I Bolungarvík hófust framkvæmdir við grjótvörn utan á Brjótinn og grjótgarð þar í
framhaldi.
Á ísafirði var rekið niður 100 m langt stálþil í Sundahöfn.
Á Skagaströnd var byggð ný 90 m löng stálþilsbryggja við Vesturgarð og brimvömin við
Vesturgarð styrkt.
Á Siglufirði var byggð 80 m löng stálþilsbryggja innanvert við eyrina.
Á Reyðarfirði var rekið niður 80 m langt stálþil í nýju vöruhöfnina við Kollaleiru.
Til Hafnar var keyptur nýr lóðsbátur, sem smíðaður var hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar.
í Sandgerði var unnið að dýpkun innsiglingar og hafnar. Þetta var langstærsta verkefni
ársins og nam kostnaður við það 334 m.kr. Alls var um 50.000 m2 klapparsvæði sprengt og
fjarlægðir rúmlega 80.000 m3.
I Njarðvík var rúmlega 3.000 m2 klapparsvæði dýpkað með borun og sprengingum.
Stærstu verkefni Reykjavíkurhafnar voru í Kleppsvík, en þar var unnið að smíði 2. áfanga
Vogabakka sem er 180 metra langur og auk þess dýpkað. Byggð var ný aðstaða fyrir Akraborg
í Austurhöfninni og smábátaaðstaða í Suðurbugt.
1. Hafnarframkvæmdir er nutu ríkisstyrks 1.072 m.kr.
2. Reykjavíkurhöfn 237 m.kr.
3. Ferjuhafnir 7 m.kr.
4. Sjóvarnargarðar 196 m.kr.