Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 133
Tækniannáll 1991 131
einn milljarður. Þá eru meðtalin byggingarmannvirki ásamt öllum kerfum auk þess fjarskipta-
búnaðar og tölvukerfa, sem eru notuð við flugumferðarstjóm og áður eru nefnd.
7.4 Fjarskipti
Heildartekjur Pósts og síma á árinu 1991 voru nær 7,4 mia.kr. og eftir l,4mia.kr. afskriftir varð
nærri 400 m.kr. hagnaður. Fjárfestingar námu 1,2 mia.kr. og fólust aðallega í áframhaldandi
uppbyggingu stafrænna stöðva og sambanda, en slík uppbygging er mjög mikilvæg vegna þess
að hún er grundvöllur að framtíðarstarfsemi og bættri þjónustu við notendur.
Gjaldskrár fyrirtækisins voru hækkaðar tvisvar á árinu. Þann 1. febrúar hækkuðu gjaldskrár
um 3,5% að meðaltali. Seinni hækkunin var 1. október, en þá hækkaði gjaldskrá fyrir síma-
þjónustu innanlands um 3% en gjaldskrár fyrir símtöl til útlanda og telexþjónustu voru óbreyttar.
I árslok var heildarfjöidi uppsettra símanúmera 149.150, en af þeim voru 135.559 í notkun.
Af uppsettu númerunum voru 42% þeirra stafræn eða 63.020 og hafði fjölgað frá fyrra ári um
7.092.
Uppsetning á 8 stafrænum radíósamböndum, samtals 225 km var lokið á árinu. Flutnings-
geta þeirra er frá 120 og upp í 1.920 símarásir.
Haldið var áfram uppbyggingu ljósleiðarakerfisins víðs vegar um landið.
Á árinu var tekið í notkun stafrænt merkjakerfi fyrir umferð milli sjálfvirkra símstöðva.
Ákvörðun var tekin um að byggja varajarðstöð fyrir símaumferð til útlanda á Hornafirði og
voru loftnet og tæki jarðstöðvarinnar pöntuð í lok ársins.
Boðkerfisnotendum fjölgaði um 1.370 á árinu 1991 og voru þeir orðnir 2.699 í árslok.
Farsímanotendur voru 12.889 í árslok og hafði fjölgað um 2.989.
í árslok voru radíómóðurstöðvar alls 75. Radíórásum hafði fjölgað um 76 og voru þær alls
505 í árslok.
Á árinu var lokið smíði 220 m2 þakhýsis á Landsímahúsinu í Reykjavík.
8 Útflutningur íslenskrar verkfræðiþekkingar
8.1 Virkir-Orkint
Virkir-Orkint náði nokkrum árangri í markaðssetningu jarðhitaþekkingar erlendis árið 1991 -
1992. Megináhersla var lögð á lönd í Austur-Evrópu og lýðveldi fyrrum Sovétrfkja eins og áður.
Ungverjaland: Vegna skriffinnsku í ungverska bankakerfinu hefur lán, sem Norræni fjárfest-
ingabankinn hefur heitið vegna hitaveituframkvæmda í Ungverjalandi, ekki enn verið afgreitt
og fyrirhuguð vinna Virkis-Orkint því ekki hafist.
Slóvakía: Lokið var við hagkvæmniathugun vegna hitaveitna í Galanta og Podhajska fyrir
ríkisfyrirtækið SPP í Bratislava. Norræni fjárfestingabankinn hefur heitið láni til framkvæmd-
anna þegar fullnægjandi ábyrgðir stjórnvalda liggja fyrir.
Virkir-Orkint og SPP stofnuðu í ágúst 1992 nýtt fyrirtæki Slovgeothenn í Bratislava með
35% aðild Virkis-Orkint. Tilgangur félagsins er að vinna að og standa fyrir jarðhitanýtingu í
Slovakíu.
Rússland: Könnun var gerð á samstarfi við aðila í Kákasushéruðunum Daghestan og Checheno
Ingushia. Vegna stjórnmálsástandsins á þessu svæði verður fyrirsjáanlega ekkert úr þessum
fyrirætlunum á næstunni. Lokið var við frumhagkvæmisathugun vegna 110 km langrar hita-
veituæðar til höfuðborgar Kamchatka, Petropavlosk, og nágrannasveitarfélaga með um 300.000
íbúa alls.