Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 135
TækniannáH 1991 133
jarðhitavísindum. Tólf nemendanna á liðnu ári voru á námsstyrkjum kostuðum af íslenska
ríkinu og Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Einn nemandi frá Tékkóslóvakíu var kostaður af styrk
á vegum forsætisráðuneytisins til að auka samskipti Islands og Tékkóslóvakíu á sviði jarðhita.
Þjóðarframleiðsla á íbúa er of há í Tékkóslóvakíu til að hægt sé að bjóða fólki þaðan venjulega
námsstyrki Jarðhitaskólans, sem einskorðast við fólk frá þróunarlöndunum. Margir fyrrverandi
nemendur í Jarðhitaskólanum eru nú í leiðandi stöðum í jarðhitarannsóknum í heimalöndum
sínum.
8.4 JHM verkfræöiþjónusta
Róbót: I desember 1987 var fyrsti íslenski róbótinn settur upp hjá Islenska álverinu í Straums-
vík. Fyrirtækin sem þróuðu þennan róbóta voru JHM verkfræðiþjónusta í samstarfi við Lands-
smiðjuna hf.
Róbótakerfi þetta setur svokallaða álkraga utan um jámtinda rafskautanna. Þessir álkragar
eru síðan fylltir með kolasalla, sem bakast utan um tindana þegar skautin eru sett í kerin og raf-
straumur fer um tindana niður í kolaskautin. Þessir kragar gera það að verkum að minna járn
fer úr tindunum í álið og þannig aukast gæði álframleiðslunnar. Þá má nota rafskautin um 10%
lengur í kerjunum, án þess að hætta sé á að jám komi úr tindunum í álið og um leið minnkar
verulega viðgerð á jámtindunum. Hér er um sparnað að ræða sem skiptir milljónum dollara á ári
fyrir stór álver. Róbótinn sjálfur er loftdrifinn, en notuð er stýritölva til að stýra loftventlunum.
A árinu 1991 var settur upp fyrsti íslenski róbótinn í norskt álver, Sör-Norge Aluminium
AS í Husnes. Viðræður eru í gangi við forsvarsmenn margra álvera víðs vegar í heiminum um
sölu á fleirum róbótum. í heiminum eru starfandi um 180 álver. Þar af eru um 100 álver sem
nota forbökuð rafskaut eins og ISAL og ættu forsvarsmenn þeirra því að hafa áhuga á þessum
tækjabúnaði.
9 Rannsóknastofnanir
9.1 Rannsóknastofnun byggingariönaðarins
Við stofnunina eru eftirtaldar deildir: Húsbygginga-, steinsteypu-, vegtækni-, jarðfræði- og
jarðtækni-, kostnaðar- og upplýsingadeild auk stjórnunardeildar. A árinu var sett á fót ný deild
á sviði lagna.
Stofnunin var rekin á „sléttu“ á árinu. Heildarveltan var 147 m.kr. sem er 17% aukning frá
fyrra ári. Eigin tekjur voru 90 m.kr. sem er 61% af veltu.
Starfsmannafjöldi var 46 og þar af helmingur sérfræðingar. Gefin voru út fjórtán ný Rb-
tækniblöð á árinu 1991, fjögur voru endurútgefin, tvö ný sérrit komu út og 18 rannsóknar-
skýrslur. A söluskrá stofnunarinnar eru nú 50 sérrit, 140 Rb-tækniblöð og 40 rannsóknar-
skýrslur.
Þjónusturannsóknir voru um það bil 1.500 og unnið var að 32 rannsóknarverkefnum. Má
þar t.d. nefna eftirtaldar rannsóknir: Innri gerð steypu-ástandskönnun, Þróun íslenskrar máln-
ingar, Hástyrkleikasteypa, Tæring hitakerfa, Múreinangrunarkerfi, Fokskaðar-ástandskönnun
°g Styrking burðarlaga í vegum.
Erlend samskipti voru góð og talsverð samvinna var við norrænar systurstofnanir.
9.2 Verkfræðistofnun Háskóla íslands
Verkfræðistofnun Háskóla íslands er rannsóknarvettvangur kennara við verkfræðideild HÍ og
liól hún starfsemi 1977. Stofnunin heyrir undir verkfræðideild Háskóla íslands.