Árbók VFÍ - 01.06.1992, Blaðsíða 194
192 Árbók VFÍ 1991/92
útreikningar voru birtir fyrir 6 valkosti og verða þeir taldir upp hér á eftir. Niðurstöðutölur
fyrir einingarkostnað, kr. á tonn sorps eru settar fram í sviga.
1. Sorpbrennsla (albrennsla) með raforkuframleiðslu, framleiðslu á gufu til iðnaðar og
framleiðslu á volgu vatni (750 - 972 kr./tonn).
2. Framleiðsla gass úr sorpeldsneyti og brennsla þess til raforkuframleiðslu, framleiðslu á
gufu til iðnaðar og framleiðslu á volgu vatni (922 - 1150 kr./tonn).
3. Framleiðsla gass úr sorpeldsneyti og brennsla þess til hámarksframleiðslu á raforku
(948 - 1329 kr./tonn).
4. Sorpbrennsla (albrennsla) með hámarks gufuframleiðslu til iðnaðar og raforkufram-
leiðslu til eigin nota. Andvirði gufunnar er reiknað út þannig að verðlagning hennar sé
75% af því sem hún myndi kosta á olíukynntum gufukatli. Þetta er hins vegar enginn
kostur nú, því enginn notandi gufu er það stór að hann kaupi nema brot af framleiðsl-
unni, og tæknilega er ekki hægt að flytja gufu langar leiðir. (348 - 445 kr./tonn).
5. Framleiðsla sorpköggla úr sorpeldsneyti til framleiðslu varma í verksmiðjum. Hér er
um að ræða framleiðslu á sorpeldsneyti sem hægt er að brenna í þar til gerðum gasgen-
eratorum, eða gösurum. Frumgerð gasarans hafði nú hlotið prófun hjá Statens Energi-
verk í Svíþjóð og lofaði góðu. Prófanir þessar höfðu staðið yfir í rúmlega eitt ár og
hafði verkefnisstjórnin beðið eftir lokaskýrslu.
Tæknin er þekkt, því að í seinustu heimsstyrjöld voru bílar knúnir áfram með gasi frá
slíkum gösurum. Kosturinn við aðferðina er sá að gasarana má búa til af hæfilegri
stærð, 1-5 MW, og setja þá upp á notkunarstað, til dæmis við fiskimjölsverksmiðjur.
Framleiðslurásina fyrir sorpeldsneytið má líka gera í hæfilegum áföngum eða ca.
20.000 t/ári af sorpi hvem. Lækkun sú sem orðið hefur á olíuverði veldur því að þetta er
ekki fýsilegur kostur nú, samanborið við urðun. (354 - 507 kr./tonn).
6. Urðun á öllu sorpi á nýjum haugum: a) Saltvík, b) Selöldu ( a. 725, b. 864 kr./tonn).
3.1 Urðunarstaður og móttökustöðvar
Ljóst er að þótt fýsilegt yrði í framtfðinni að nýta sorpið til orkuframleiðslu verður eftir sem
áður að urða meiri hluta sorpsins.
Lengri fjarlægðir til urðunarstaða valda því að ekki er hagkvæmt fyrir sorphirðu sveitar-
félaganna að aka sorpinu á urðunarstað í þeim farartækjum sem annast sorphirðuna, hvað þá
fyrir þá aðila aðra sem losna þurfa við sorp í minni hlössum en leggja til allt að 2/3 hluta
heildarmagnsins. Þetta flutningavandamál leysa menn með því að reisa umhleðslustöðvar
(móttökustöðvar) fyrir sorpið.
Staðsetning móttökustöðvar fyrir höfuðborgarsvæðið þarf að vera þannig að hún sé sem
næst þyngdarpunkti byggðarinnar. Fýsilegur staður fyrir aðalmóttökustöð er væntanlega ein-
hvers staðar við Reykjanesbrautina sunnan gatnamóta Breiðholtsbrautar.
Ekki er talið að óttast þurfi nábýli slíkrar móttökustöðvar við aðra byggð, henni fylgir ekki
óþrifnaður, starfsemin fer mest öll fram undir þaki, sorpinu verður þjappað saman í gáma og
flutt jafnóðum í burtu á áfangastað.
3.2 Gjald fyrir móttöku:
Móttaka húsasorps og gjaldtaka fyrir það hjá sveitarfélögum er auðleyst mál. Einstök sveitar-
félög geta áfram ákveðið hvort þau innheimta þann kostnað hjá notendum. Annað sorp en
húsasorp fellur til á heimilum og í atvinnurekstri. Vegna fjarlægðar suinra sveitarfélaganna frá