Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 221
Vatn í brunni 219
Mynd 1 Svarfaðardalsá er dragá og á eyrasvœði hennar hafa í tímans rás hlaðist upp allþykk ármalar-
lög. Ain hefur flœmst yfir töluvert víðfeðmt svœði á dalbotninum og skilið eftir sig flókið farveganet.
Neysluvatn er unnið úr brunnum, sem grafnir liafa verið í eyrarnar, og er því dœlt til Dalvíkur, sem sést í
fjarska. (Mynd; Oddur Sigurðsson)
berggrunnurinn er nær undantekningalaust lítt eða ekkert vatnsgengur. Fyrst og fremst er um
að ræða skriður, berghlaup, jökulurðir og ekki síst áreyrar. Undan skriðum og urðum spretta
oft lindalækir. Uppsprettur þeirra eru sjaldan vatnsmiklar nema þar sem verulega stórar og
efnismiklar urðir miðla þeim vatninu. Einnig eru árstíðabundnar rennslissveitlur oft töluvert
miklar. Hins vegar fæst vatnið oftast nær sjálfrennandi frá þeim.
Ur áreyrum er á hinn bóginn afar fátítt að hægt sé að fá sjálfrennandi vatn. Til að nálgast
það verður að bora í þær holur eða grafa brunna, sem síðan er dælt úr. Þá þarf að haga svo til
að nægilegt vatn geti borist inn í eyrina frá nálægu vatnsfalli í stað þess sem úr henni er dælt.
Þar sem víðáttumiklar malareyrar liggja að vatnsmiklum ám eru því oft hin ákjósanlegustu
vatnsvinnslusvæði.
Ar og lækir bera í tfmans rás fram ógrynni af grjóti, möl, sandi og þaðan af fínna efni. Þar
sem straumhraðinn er mikill, setur vatnsfallið af sér grófasta framburðarsetið. Þar verða áreyr-
ar alla jafnan grýttar og vel vatnsgengar. I lygnum fljótum er framburðarmátturinn lítill og þau
hlaða undir sig fínkorna aur, sem ekki er vatnsgefandi. Sé ármölin mjög gróf, má búast við að
vatn hripi hratt og vel ofan í hana, en að miðlun og síunarhæfni sé á hinn bóginn lítil. Þegar á
að finna vatnsbólum stað í ármöl er því margs að gæta og verður að taka tillit til þykktar malar-
lagsins og ferskleika þess, fjarlægðar frá vatnsföllum og flóðahættu og oftar en ekki skiptir
jarðvegsþykktin ofan á mölinni verulegu máli.
Þegar á eyrina er komið stendur valið milli brunns og holu. Meginmáli skiptir hversu þykkt
malarlagið er. Ef hún er þykk (10 m) er sjálfsagt að velja borholur, því þeim er síður hætt við
mengun frá yfirborði og þurfa alla jafnan minna alfriðunarsvæði. Algengt er hins vegar að vel
vatnsgefandi malarlag sé aðeins nokkurra metra þykkt og sé þétt, leirkennt lag undir mölinni,
þá eru sáralitlar líkur á að velleiðandi jarðlög leynist þar undir. Borhola við slíkar aðstæður