Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 223
Vatn í brunni 221
kvæmdum í samræmi við það. Líka er hægt gera ráð fyrir að tengja safnlögn við brunn sem
ekki hefur reynst gefa eins og til var ætlast. Hvað varðar götun og púkk gildir sama við safn-
lögn og brunnhólk.
Lengd og fjölda safnlagna út frá brunni verður að haga samkvæmt aðstæðum. Oftast er
skynsamlegt að láta lögnina liggja þvert á farveganet eyrarinnar því þannig er meiri von til að
skera vel leiðandi malarfyllu. Á yfirborði sést gjaman hatta fyrir yfirgefnum farvegum og
álum sem virðast vatnsvænlegir, en þegar grafið hefur verið í þá hefur annað komið í ljós. Eftir
að komið er niður á um eins metra dýpi, er örugglega verið að grafa í allt annað álakerfi en sést
á yfirborði.
Vanda verður lagningu síumalar að lögninni því erfitt getur reynst að losna við fínsand sem
sest fyrir í henni. Þjóðráð þykir að hafa brunna á báðum endum til þess að hafa möguleika á að
smúla út slíkum óhreinindum. Þegar verið er að leggja langar safnlagnir hefur reynst best að
grafa aðeins stutt í einu, koma lögninni fyrir og ganga nokkurn veginn frá henni áður en hafist
er handa við næsta skurðstubb. Best er að reyna að halda skurðunum sem þurrustum með dæl-
ingu meðan á verki stendur, því þannig er auðveldara að tryggja að síumölin leggist fallega að
lögninni, því þannig kemur hún að sem bestu gagni
Grunnvatnið verður að komast fljótt og vel inn í brunnhólkinn, annars er til einskis grafið.
Alla jafnan er best að hólkurinn sé botnlaus; þannig fæst mest innstreymisflatarmál og minnst
mengunarhætta. Þá þarf líka að vera öruggt að jarðlag undir brunni sé vel vatnsgeng möl og
ábyggileg. Stundum getur reynst nauðsynlegt að láta hólkinn standa á allt að eins metra þykku
grjót- eða grófmalarpúkki til þess að innrennslið sé tryggt. Einnig getur hent að hólkurinn nái í
gegn um vatnsberandi mölina og ofan í sand- og leirkennt efni. Þá er hætta á að brunnurinn
hálffyllist af sandi þegar úr honum er dælt og jafnvel á að hann bókstaflega sökkvi ofan í
ísmeygilegt jarðlagið, skekkist og gliðni sundur. Þá getur svo farið að púkklag dugi ekki til og
verður þá að botna hólkinn.
Hvort heldur sem brunnhólkurinn er botnlaus eður ei er rétt að hafa hann gataðan á hliðun-
um, neðan við vatnsborð. Þegar brunnur er tengdur við safnlögn hefur þótt nægja að hafa
einungis víð göt fyrir drenbarkana, sérstaklega þegar notaðir eru steyptir brunnhólkar því þá er
erfitt að gata svo vel fari. Hér þarf að gæta að tvennu: Götin mega ekki vera það stór að hætta
sé á að efni berist í stórum stíl inn í brunninn úr aðliggjandi jarðlagi eða umlykjandi púkki. Hins
vegar verður samanlagt opnunarflatarmál að vera nægilegt fyrir það vatnsmagn sem ætlunin er
að hafa úr brunninum. Ef of þröngt verður um innrennslið verður vatnshraðinn gegn um götin
of mikill og veldur það baga á tvennan hátt: Annars vegar rífur vatnið með sér sand og þaðan
af fínna efni inn í brunninn og hins vegar veldur þetta iðustraumi (turbulence) í aðstreyminu.
Afleiðingin er meiri niðurdráttur (holutap) og lélegri nýting en þyrfti að vera. Alla jafnan er
talið óráðlegt að innstreymishraðinn sé meiri en 0,03 m/s og ævinlega er til bóta að hafa hann
sem allra minnstan.
Til eru haganleg þéttraufuð brunnrör, gerð í þessum tilgangi, síurör, bæði úr stáli og plasti,
og eru þau einkum hugsuð til að setja í borholur. Þegar um grafna brunna er að ræða er oftast
hægt að hafa þá eins víða og hver vill. Þannig er mögulegt að gera eins mörg göt á brunnhólk-
inn og nauðsynlegt er til að ná nægilegu innstreymisflatarmáli án þess að minnka styrk
hólksins ótæpilega. Eðlilega er það til bóta að opnunarflatarmálið sé sem mest, þannig að leið
vatnsins inn í brunnhólkinn sé sem allra greiðust. Hins vegar hefur verið bent á að óþarft sé að
opnunin sé meiri en í aðliggjandi jarðlagi eða púkki. Þannig hafa menn komist að þeirri niður-