Árbók VFÍ - 01.06.1992, Blaðsíða 230
228 ÁrbókVFÍ 1991/92
finni sér lárétta farvegi undir landinu. Fyrmefnd athugun benti til að slíkt lárétt flæði væri
suðvestur frá stokknum á u.þ.b. 150 km dýpi og ekki væri hægt að útiloka flæði í norðvestur
(Ragnar Stefánsson og Páll Halldórsson, 1988). Lárétt flæði út frá stokk eins og hér hefur verið
lýst skapar lárétta skerspennu utan við stokkinn.
Samspil almennrar rekhreyfingar og þeirrar spennu sem myndast utan heita reitsins ræður
þeirri spennuupphleðslu sem hér verður. Það eru einnig þessir tveir þættir sem ráða hraða reks-
ins hér á landi. Þessi hraði er talinn um 1 cm/ári til hvorrar hliðar.
2 Skjálftasvæðin á Reykjanesi og Hengilssvæði
Sem fyrr getur kemur skjálftasvæði Reykjaneshryggjarins á land nálægt Reykjanesvita. ítarleg
rannsókn sem gerð var á árunum 1971-1976 (Klein o.fl., 1973, 1977) sýndi að skjálftabeltið
liggur þaðan til austurs á mjóu belti. Þar kom einnig í ljós að á austurhluta skagans eru snið-
gengishreyfingar ríkjandi en þegar vestar dregur verða siggengishreyfingar algengari. Að þessu
leyti svipar vesturhlutanum til hryggjarins en austurhlutanum til þvergengis.
Reykjanesskaginn er svæði þar sem bæði geta komið öflugir jarðskjálftar og eldgos. Það
virðast einkum vera tvö svæði á skaganum þar sem búast má við öflugunt skjálftum. Annað er
milli Keilis og Fagradalsfjalls, enþarurðuöflugir skjálftar 1889, 1905 og 1933. Sá síðastnefndi
mældist tæplega 6 stig á Richterkvarða. (Eysteinn Tryggvason, 1978). Hitt svæðið eru Brenni-
steinsfjöll, þar hafa orðið tveir öflugir skjálftar á þessari öld. Sá fyrri varð 29. júlí 1929, stærð
hans var 674. Þetta er mesti skjálfti sem fundist hefur í Reykjavík á þessari öld og þeir sem
mundu skjálftana 1896 töldu þennan skjálfta öllu meiri (Kjartan Ottósson, 1980). Seinni
skjálftinn varð 5. desember 1968, stærð hans var 5,4. (Seismological Bulletin, 1968). Almennt
virðist stærð skjálftanna fara vaxandi eftir því sem austar dregur.
Hengilssvæðið liggur á mörkum Reykjaneshryggjarins og Suðurlandssvæðisins. Svæðið
nær frá Þingvallavatni suðvestur um Hellisheiði í átt til Selvogs. Norður úr Hengilssvæðinu
liggur vestra gosbeltið.
3 Eðli Suðurlandssvæðisins
Jarðskjálftasvæði Suðurlands liggur á milli eystra og vestra gosbeltisins. Svæðið nær frá Ölfusi
í vestri og austur fyrir Rangárvelli (Páll Einarsson o.fl., 1981). Nyrst um svæðið endilangt
liggur 64. breiddarbaugur. Svæðið er u.þ.b. 70 km langt og 10-15 km breitt. Leiðnimælingar
sýna að þegar komið er á 10-15 km dýpi er rafleiðni mun lægri en þar fyrir ofan. Það bendir til
þess að þar sé hlutbráðið berg (Gylfi Páll Hersir o.fl., 1984; Hjálmar Eysteinsson og J.F.
Hermance, 1985). Þykkt skorpunnar á Suðurlandi hefur því verið áætluð um 15 km.
Samkvæmt reynslu síðustu áratuga hefur skjálftavirkni á Suðurlandi verið mun minni en á
Reykjanesskaga. Á hinn bóginn er vitað, að þar geta jarðskjálftar orðið miklu stærri en á
Reykjanesskaga og hafa oft valdið miklu tjóni. Þetta þýðir einfaldlega að berggrunnurinn á
Suðurlandi þolir meiri spennu áður en hann brestur en á svæðunum í kring. Frá 1700 eru heim-
ildir um helstu skjálftana það fullkomnar að áætla má stærðþeirra (Páll Halldórsson o.fl., 1984).
Fjarlægðarmælingar sem gerðar hafa verið á svæðinu benda ekki lil þess að rekið sé jafnt,
heldur sé þar um óreglulega hreyfingu að ræða. Þegar gefin er upp ákveðinn rekhraði er því átt
við meðalhraða fyrir langt tímabil.