Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 244
242 Árbók VFÍ 1991/92
2 Fyrri athuganir
Útflutningur raforku frá íslandi um sæstreng til Englands kom til tals á raffræðingamóti hér á
landi árið 1952 og taldi einn af frumkvöðlum jafnstraumstækninnar, dr. Uno Lamm frá Asea,
að þetta væri tæknilega gerlegt, en á þessum árum var unnið að lagningu 30 MW jafnstraums
sæstrengs frá Svíþjóð til Gotlands. A næstu árum þar á eftir voru gerðir lauslegir útreikningar á
kostnaðinum og einnig var við nokkur tækifæri rætt við ráðamenn hjá ríkisrafmagnsveitum
Bretlands sem töldu þennan kost ekki fýsilegan í samanburði við kjarnorkuver þeirra sem þá
voru í undirbúningi. A ráðstefnu Verkfræðingafélagsins árið 1962, Orkulindirog iðnaður, flutti
Jakob Gíslason erindi um útflutning raforku og taldi að tæplega gæti verið um minna magn að
ræða en 500 MW í afli og 4 TWh af orku á ári. Lausleg kostnaðaráætlun hans sýndi að senni-
lega myndu mannvirki greiðast niður á 25-30 árum.
Fyrstu ítarlegu athuganimar á útflutningi raforku frá Islandi voru hins vegar ekki gerðar
fyrr en á árinu 1975 og þá af verkfræðistofunni Virki og ensku verkfræðifyrirtæki fyrir
Orkustofnun. Sú athugun fjallaði um notkun jafnstraums til raforkuflutninga, bæði yfir léngri
vegalengdir á landi og einnig um sæstreng til annarra landa. í athuguninni var skoðaður 2000
MW flutningur til Skotlands með sex strengjum á 250 kV spennu þar sem hver strengur bæri
330 MW.
Niðurstöður athugunarinnar frá 1975 voru þær helstar, að tæknilega séð væri verkefnið
raunhæft ef leið fyndist milli íslands og Skotlands þar sem dýpið færi ekki yfir 1000 metra.
Söluverð raforkunnar á Bretlandi réðist af þeirri samkeppni sem væri frá nýjum orkuverum þar
í landi sem á þeim tíma voru kjamorkuver og kolaorkuver. Útreikningar sýndu að verð ork-
unnar inn á afriðilsstöð á íslandi þyrfti að vera undir áætluðum framleiðslukostnaði ef hún ætti
að vera samkeppnisfær á Bretlandi.
Á árinu 1980 kom út endurskoðun þeirrar áætlunar sem gerð var á árinu 1975, unnin af
sömu aðilum. Niðurstöður þessarar endurskoðunar voru á sömu lund og áður, tæknilega séð
ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að flytja raforku til Bretlands um sæstreng, en hins vegar
væri það verð sem fengist fyrir orkuna á mörkum þess að vera nægilegt til að tryggja hag-
kvæmni framkvæmdanna.
Það var á árinu 1986 að málið var endurvakið af hálfu Landsvirkjunar og í skýrslu sem
verkfræðistofan Strengur gerði fyrir Landsvirkjun er komist að þeirri niðurstöðu, að kostn-
aðarverð raforku frá íslandi út úr áriðilsstöð í Skotlandi væri af svipaðri stærðargráðu og verð
á raforku frá nýjum kola- og kjarnorkuverum á Bretlandseyjum. I þeirri athugun er einungis
miðað við einn 400 MW streng í stað 2000 MW flutnings með mörgum strengjum eins og
miðað var við í fyrri áætlunum.
í janúar 1988 gaf Landsvirkjun síðan út skýrslu sem unnin var af starfsmönnum
fyrirtækisins og fól í sér áætlun um lagningu og rekstur 400 kV jafnstraums sæstrengs frá
Islandi til Skotlands. Gert var ráð fyrir 500 MW flutningsgetu og alls 950 km löngum
sæstreng. Landtak hans var ráðgert skammt austan Dounreay kjamorkustöðvarinnar og miðað
við 270 km langa jafnstraums loftlínu að Kintore aðveitustöðinni, skammt frá Aberdeen á
norðausturströnd Skotlands. Við Kintore yrði síðan reist áriðilsstöð sem tengdist inn á skoska
raforkukerfið. I skýrslu Landsvirkjunar er áætlaður kostnaður við orkuöflun á íslandi og
framleiðslu og lagningu sæstrengsins. Kostnaðarverð raforkunnar út úr áriðilsstöð í Skotlandi
er síðan borið saman við raforkuverð frá nýjum raforkuverum á Bretlandi.