Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 252
250 Árbók VFÍ 1991/92
7 Rekstraröryggi
Töluverð óvissa ríkir um rekstraröryggi sæstrengs milli Islands og Bretlands. Bilanir í enda-
búnaði eru fátíðar eftir að komist er yfir fyrstu byrjunarerfiðleikana, en fjölda bilana á sjálfum
sæstrengnum er erfitt að áætla.
Samkvæmt alþjóðlegu yfirliti um bilanir sæstrengja, er um helmingur þeirra af völdum
skipaumferðar, annaðhvorl af veiðarfærum eða akkerum. Slíkar bilanir eru mjög háðar því
hvernig strengurinn er gerður og hvernig hann er lagður. Sá strengur sem lagður yrði milli
Islands og Bretlands myndi hafa tvöfalda stálvörn sem þolir flest veiðarfæri auk þess sem
gengið er út frá því að strengurinn yrði grafinn niður í sjávarbotn næst landi og á þeim hluta
leiðarinnar sem hann væri talinn í mestri hættu.
í áætlunum Landsvirkjunar hefur verið miðað við að bilanir á streng til Skotlands verði í
hæsta lagi einu sinni á ári, að meðaltali nálægt tvisvar sinnum á hverjum þremur árum, eða
0,075 bilanir á 100 km á ári. Samsvarandi áætlun fyrir strenginn milli Svíþjóðar og Finnlands
(Fenno-Skan) er 0,05 bilanir á 100 km á ári. Sá tími sem tekur að gera við sæstrenginn er
Endastöð Virkjanir mia.kr. Jafnstraums- kerfi mia.kr. Alls mia.kr.
N-Skotland 61 47 108
N-England Hartlepool 61 57 118
SA-England norður af Norwich 62 68 130
Þýskaland 62 76 138
Tafla 3 Stofnkostnaður virkjana og flutnings-
virkja, 500 MW og 3750 GWh nettó flutningur.
Verðlag í des. 1990, milljarðar króna (mia.kr.).
Endastöð 6% reikni- vextir kr/kWh 8% reikni- vextir kr/kWh
N-Skotland Kintore 2,2 2,8
N-England Hartlepool 2,4 3,0
SA-England noröur af Norwich 2,8 3,3
Þýskaland Hamborg 2,9 3,5
Taíla 4 Raforkuverð út úr sœstreng á
erlendri grund, 500 MW og 3750 GWIi
nettó flutningur. Verðlag í des. 1990. 30
ára afskriftartími sæstrengs og 40 ára af-
skriftartími virkjana.
áætlaður 4 til 6 vikur í hvert sinn. Miðað við
þær forsendur sem hér eru raktar að framan er
rekstraröryggi sæstrengs svipað eða ívið
betra en varmaaflsstöðva, eða 85 til 90 %.
Bilanir í varmaaflsstöðvum gera þó oft nokk-
ur boð á undan sér og því hægt að skipuleggja
viðbrögð áður en orkuverin eru tekin úr
rekstri, en sömu sögu verður ekki að segja
um bilanir á sæstreng.
Með fjölgun sæstrengja, t.d í fjóra, minnka
mjög líkumar á því að orkuafhending falli
algjörlega niður vegna sæstrengsbilana og
með því að nýta til hins ýtrasta flutningsgetu
þeirra strengja sem eftir eru þegar bilanir verða er
unnt að draga úr skerðingu á orkuafhendingu.
8 Stofnkostnaður
og samkeppnisstaða
I töflu 3 má sjá yfirlit yfir stofnkostnað eins sæ-
strengs og virkjana miðað við 500 MW og 3750
GWh nettó flutningsgetu á ári. Stofnkostnaðurinn
er sýndur fyrir fjórar mismunandi endastöðvar
strengsins og eru innifaldar jafnstraums loftlínur
frá landtaki til áriðilsstöðvar.
I töflu 4 er sýnt útreiknað orkuverð út úr
áriðilsstöð á hverjum stað á grundvelli 6 og 8 %
reiknivaxta.
Þegar metin er samkeppnisstaða íslenskrar raf-
orku á Bretlandi eru það nokkur atriði sem skipta