Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 260
258 Árbók VFÍ 1991/92
sem sjálfstætt verk 1988 og annaðist Hagvirki þær framkvæmdir sem lauk síðar sama ár.
Bygging Blöndustíflu byrjaði árið eftir og þá var einnig lítillega byrjað á Gilsárstíflu. Stífl-
urnar voru allar fullbyggðar síðsumars 1991. Framkvæmdum við stíflumar var skipt í tvo verk-
samninga og byggði Hagvirki Blöndustíflu, Kolkustítlu, og Fannlækjarstíflu, en Fossvirki Gils-
árstíflu, inntaksstíflu og Friðmundarvatnsstíflu. Auk stíflugerðar sáu þessir verktakar um gröft
veituskurða, byggingu lokuvirkja og fleira.
I þessari grein verður fjallað um stíflugerðina og lögð áhersla á nokkra meginþætti við
byggingu þriggja stærstu stíflnanna og á þann hátt reynt að gefa heildaryfirlit yfir verkið.
Ráðgjafar við hönnun virkjunarinnar, gerð verklýsinga og útboðsgagna voru Verkfræði-
stofa Sigurðar Thoroddsen hf., Rafteikning hf. og Arkitektastofan hf. Verkfræðistofa Sigurðar
Thoroddsen hannaði stíflurnar. Eftirlit og umsjón með framkvæmdunum var í höndum bygg-
ingardeildar Landsvirkjunar. Aður en framkvæmdir hófust fóru fram ítarlegar
undirbúningsrannsóknir á stíflustæðum og jarðefnum til stíflugerðar á vegum Orkustofnunar
með Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. sem ráðgjafa.
1 Stíflugrunnar
Fyrsti verkþáttur við stíflugerðina var gröftur og hreinsun stíflugrunna undir þéttikjama stífln-
anna svo hægt væri að komast að til bergþéttingar. Annar gröftur, þ.e. utan þéttingarsvæða, var
yfirleitt látinn bíða þar til fylling í stífluna hófst enda fara þessir verkþættir vel saman. Undir
kjarna og síum var miðað við að tjarlægja laust efni niður á burðarhæfa klöpp, eða niður á efni
sem var jafngott eða betra en fyllingin sem þar kæmi ofaná, t.d. óveðraðan og vel þjappaðan
jökulruðning. Undir stoðfyllingu voru gerðar minni kröfur og fóru þær nokkuð eftir aðstæðum
á hverjum stað og gátu verið mismunandi vatnsmegin og loftmegin í stíflunni.
Blöndustífla er að mestu grunduð á basaltklöpp. Þó er vestasti hluti hennar frá nokkru vestan
árfarvegarins á jökulruðningi. A jökulruðnings-, eða jökulbergssvæðum má komast af með til-
tölulega lítinn uppgröft ef bergþéttingar er ekki krafist. Þá er miðað við að tjarlægja veðraðan
hluta jökulruðningsins, sem yfirleitt var um l-2 m að þykkt. Vegna borunar og ídælingar er
æskilegt að fjarlægja sem mest af illa samlímdum jökulruðningi. Umfang slíkrar hreinsunar er
erfitt að ákveða fyrirfram og varð uppgröftur jökulruðnings úr kjarnagrunni í Blöndustíflu og
Gilsárstíflu nokkuð meiri en ráð var fyrir gert.
Við austurenda Gilsárstíflu var vegna bergþéttingarinnar grafinn í jökulruðning rúmlega 7 m
djúpur kjarnaskurður ofan af jökulbergi. Verklýsingin gerði ekki ráð fyrir slíkum kjarnaskurði
og var aðgerðin umdeild. Rök á móti greftinum voru að vegna lítils vatnsdýpis við stífluna á
þessu svæði mætti sleppa bergþéttingu þar sem jökulruðningurinn myndaði samfellda þétta
kápu yfir berggrunninum sem varnaði lekavatni aðgang að honum. Þama var þó talið öruggara
að kanna botninn til hlítar og kom í lektarprófunum fram leki á mörkum jökulruðnings og jök-
ulbergs. Sjá ljósmyndir af bergþéttingu í grunni Gilsárstíflu sumarið 1988 í Árbók VFÍ nr. I
bls. 70.
Klappargrunnur Blöndustíflu er á margan hátt einkennandi fyrir stíflugrunna í árfarvegum.
Þegar ármöl hafði verið fjarlægð ofan af klöppinni kom í ljós að yfirborðið var ójafnt og þar
leyndist tjöldi sprungna og jafnvel misgengi. Allmikið var um litlar lindir og grunnar rásir
fullar af efni sem þurfti að fjarlægja. Við jöfnun stíllugrunnsins var stefnt að því að ójöfnur í
stíflugrunninum væru sem minnstar. í þeim tilgangi var rippun beitt í nokkru mæli sem loka-
þætti graftarins, þarsem aðstæður leyfðu slíkt. Allar brattarójöfnur í grunninum hærrien 0,5-1 m
voru teknar í fláa sem var minni en 1:1.