Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 263
Stíflugerð við Btönduvirkjun 261
er þétt og gott berg en í yfirborði þess eru gjallpokar. Nokkuð var þar um opnar sprungur og
kom vatn upp úr mörgum þeirra. Sandsteinninn og gjallið eru vatnsleiðandi og var vatnið þar
undir þrýstingi sem samsvarar vatnshæð um 2-3 m yfir stíflugrunninum. Lekaleiðin virtist
fyrst og fremst vera á lagamótum gjallsins og sandsteinsins undir. Nærri vesturbakkanum er
um 15 m misgengi sem var vatnsleiðandi.
Þegar þessi jarðlagamynd lá fyrir var nokkuð ljóst að bergþéttingin þyrfti fyrst og fremst að
miða að tvennu. I fyrsta lagi að þétta vatnsleiðarann undir hrauninu og í öðru lagi að þétta yfir-
borðslekann í kjarnastæðinu.
Þéttitjaldið var myndað með 23-25 m djúpum ídælingarholum sem náðu um 3 m niður í
jökulbergið en lokafjarlægð á milli holnanna varð 2 m. Hámarks þrýstingur við ídælinguna var
3,5 bör við holustút og var hækkaður um 0,3 bör fyrir hvern m neðan við 3 m dýpi. Þannig var
notaður 7 bara þrýstingur við ídælingu sem beindist að lagamótum basaltsins og setbergsins,
þegar pakkarinn var á 15 m dýpi.
Efjutaka var alls staðar hlutfallslega lítil og fór aðeins í fáunt tilfellum yfir 10 kg af fastefni
á lengdarmetra holu. Samgangur reyndist milli holna á lagamótum gjalls og sandsteins við
lektarprófanir, en ekki við ídælingu efju. Það varð því ljóst að sementsefjan náði ekki að
þrengja sér langt út frá ídælingarholunum og voru leiddar að því líkur að þéttitjaldið væri ekki
allsstaðar samfellt. Jafnframt benti efjutakan til þess að lítið væri um opnar vatnsleiðandi
sprungur og studdu lektarprófanir þetta. Lektarprófanir bentu þó til að þrátt fyrir líkleg „göt“ í
þéttitjaldinu hefði ídælingin minnkað vatnsleiðni lagmótanna umtalsvert.
Þessi litla efjutaka kom ekki á óvart þar sem venjuleg sementsefja gengur ógreiðlega inn í
setmyndanir nema þar séu tiltölulega opnar lekaleiðir og sprungur. Astæðan er einfaldlega sú
að holrými á milli korna er oft minna en kornastærð sementsins og einnig að sementið fyllir
fljótt upp í stærri holrými næst ídælingarholu og myndar þannig mótstöðu gegn frekari
útbreiðslu efjunnar. Virkari leið til að þétta vatnsleiðarann væri að nota efnaefju. Ekki þótti þó
ástæða til þess þar sem markmið ídælingarinnar var að tryggja öryggi stíflunnar en ekki að
þétta fyrir allan leka. Lekinn um vatnsleiðarann yrði væntanlega lítill og skipti engu máli fyrir
rekstur virkjunarinnar. Ekki var minna um vert að öruggt var talið að þrátt fyrir aukinn vatns-
þrýsting eftir fyllingu lónsins væri engin hætta á rofi í setberginu vegna lekans, enda er það
bærilega samlímt og rækilega fergt undir þykku basaltlaginu.
Til að þétta yfirborðsklöppina og styrkja efsta hluta stíflugrunnsins voru boraðar tvær holu-
raðir sitt hvorum megin við þéttitjaldið, 2 m ofan og neðan þess. Dýpi þessara holna var 6-9 m
og lokafjarlægð milli þeirra varð um 4 m. Pakkað var í holustút og dælt undir 3,5 bara þrýst-
ingi. Efjutaka var lítil, en yfirborðsleki efju um sprungur var nokkuð víða. Eins og áður hefur
komið fram var hreinsað vinnusvæði aðeins um 1/3 af breidd kjamastæðisins. Þar sem yfir-
borðslekinn var hvað mestur, við misgengið og við austurbakkann, var þéttingarsvæðið stækkað
og látið ná út fyrir kjamastæðið og inn undir síurnar til beggja hliða. Að meginhluta var
svæðið eftir sem áður 11 m breitt. Með sementsídælingunni lokaðist fyrir flestar stærri lindirn-
ar, en allmargar af þeim minni voru þó enn opnar.
Til að ná viðunandi yfirborðsþéttingu varð að grípa til efnaídælingar. Boruð var ein holuröð
1 m lónmegin við þéttitjaldið. Holufjarlægð var 2 m og dýpt holanna 6-9 m. Notað var natríum
silikat og hraðari, en magn hans í blöndunni er ákvarðandi um storknunartíma hennar.
Storknunartíminn var ákveðinn um 1/2 klst meðan taka var mikil, en var lengdur í um 1 klst