Árbók VFÍ - 01.06.1992, Qupperneq 265
Stíflugerö viö Blönduvirkjun 263
sé að l'ullu og öllu lokið áður en fyllingarvinna á að hefjast, og að vanda verður mun meira til
gerðar vamarstíflna en almennt hefur tíðkast. Varnarstíflan var lítið annað en grjót- og malar-
garður sem ýtt var út í ána og þrátt fyrir að á stífluna hafi verið sett þétting vatnsmegin var gerð
hennar ófullnægjandi.
Lagning fyrstu fyllingarlaga gekk mun greiðar fyrir sig við Kolku- og Gilsárstíflu, svo og
begjya megin árfarvegarins í Blöndustíflu. Á þessum stöðum var stíflugrunnurinn að mestu
þurr, en þar sem lindir komu upp í kjamagrunninum voru þær ræstar fram eins og áður er lýst.
Þar sem kjarni var lagður á basaltklöpp var grunnurinn þó undantekningarlaust kústaður með
sandlögun og blautkjami lagður ofan í hana. Tiltölulega lítið var um botnsteypu í grunnum
utan Blöndufarvegar.
4 Breytingar á hönnun stíflnanna á byggingartíma
Allnokkrar breytingar voru gerðar á hönnun stíflnanna á byggingartíma. Flestar þeirra voru
minniháttar aðlögun að raunverulegum aðstæðum. Veigamestu breytingarnar tengdust breyt-
ingum á efnisflokkun og námuvinnslu. Hér verður minnst á þær helstu.
4.1 Blöndustífla
Hönnun Blöndustíflu samkvæmt útboðsgögnum er sýnd á mynd 4a. Gert var ráð fyrir að varn-
arstíflan yrði hluti af stíflunni sjálfri. Til þess að svo hefði mátt vera hefði orðið að byggja
varnarstífluna upp í fullu samræmi við verklýsingu, lagskipta í l m þykkum þjöppuðum lög-
um. Á því voru ýmis vandkvæði, t.d. varðandi vatnsvamir, og kaus verktakinn að byggja
aðskilda varnarstíflu ofan við sjálft stíflustæðið. Á byggingartíma var ánni veitt framhjá stíflu-
stæðinu um 350 m langan botnrásarskurð og botnrásarstokk sem byggður hafði verið inn í
vesturbakka Blöndu. Sjá Ijómyndir í Árbók VFÍ nr. 1, bls. 71 og 68.
Blöndustífla var hönnuð þannig að sitt hvorum megin kjamans yrðu tvö misgróf síulög til
að uppfylla síukröfur á milli kjarna og stoðfyllingar. Til að auka mótstöðu gegn stíflubresti við
hugsanlegt yfirflæði í aftakaflóði ellegar ef stór sprunga myndaðist þvert í gegnum stíflu-
kjarnann var stoðfylling loftmegin hönnuð óvenju gróf, með steinastærð 0,15-0,5 m og meðal-
stærð 0,2 m. Aðrar kröfur voru gerðar til stoðfyllingarinnar vatnsmegin, sem gat verið ármöl
eða afgangsefni úr grjótnámi að því tilskyldu að stoðfyllingarefnið uppfyllti síukröfur við að-
læg efni.
Við gerð fyrstu áætlunar fyrir grjótvinnslu varð verktakinn að ganga út frá að vinna skil-
greinda efnisflokka í stífluna samkvæmt kröfum verklýsingar. Um var að ræða fímm stærðar-
flokka, ef undan er skilin stoðfylling vatnsmegin. Flokkarnir eru skilgreindir í töflu 2.
Verktakinn taldi sér í hag að reyna að fækka þessum flokkum, einfalda grjótflokkunina og
koma henni í fasta vinnslurás.
Taldi hann bagalegt með tilliti til
nýtingar grjótnámsins að vera
bundinn við 0,5 m sem mestu
steinastærð í stoðfyllingu loftmeg-
in, sem var langstærsti fyllingar-
ilokkurinn, enda ljóst að talsvert
af grjóti lenti ofan þeirra marka.
bói hann þess því á leit við hönn- Tafla 2 Skilgreining efnisflokka vegna grjótvinnslu.
Skilgreindir stærðarflokkar
Stoðfylling loftmegin (3B) 0,15-0,50 m d50 = 0,20 m
Fláavörn (4) 0,10-0,50 m d50 = 0,45 m
Ölduvörn (5) 0,20- 0,70 m d75 > 0,55 m
Stíflutá (6) 0,30-0,70 m d50 = 0,50 m
Flúöavörn 0,40-1,00 m d75> 0,70 m