Árbók VFÍ - 01.06.1992, Blaðsíða 267
Stíflugerð við Blönduvirkjun 265
síðari nota í flúðavörn yfirfalls. Frá grjótnámi var efninu keyrt á stóra stangarist, sem skipti því
í tvo flokka með steinastærð 0-0,3 m og 0,3-0,7 m, fyrir fyllingarflokk (3B). Fínni efnis-
flokkurinn (0-0,3 m) var síðan flokkaður á annarri rist í stærðarflokkana 0-0,15 m fyrir fylling-
arflokk (2C) og 0,15-0,3 m fyrir fyllingarflokk (2D).
Efnisflokkurinn 0,3-0,7 m er jafnframt skilgreint tágrjót (6), og nýttist því einnig sem slíkt.
Til að auðvelda vinnsluna enn frekar óskaði verktakinn eftir breytingu á skilgreindri steina-
stærð fláavarnar vatnsmegin (4) úr 0,1 -0,5 m, og skilgreindri steinastærð ölduvamar (5) úr 0,2-
0,7 m í 0,3-0,7 m. Þetta var samþykkt, en vegna síukrafna var sett nýtt 3 m breitt síulag (2D)
milli fláavarnar (4) og stoðfyllingar vatnsmegin (3) sem var úr ármöl.
Með þessum breytingum hafði þrent rnegin grjótlögum stíflunnar, þ.e. stoðfyllingu loftmeg-
in, fláavörn, og ölduvöm verið breytt til samræmis við tágrjótið í einn stærðarflokk 0,3-0,7 m.
Til þess að uppfylla síukröfur aðlægra fyllingarefna þurfti aftur á móti tvo nýja stærðarflokka
og þrjú ný síulög í stífluna, þ.e. efnisflokk 0-0,15 m í síulag loftmegin og milli stoðfyllingar og
fláavamar vatnsmegin og efnisflokk 0,15-0,30 m í ysta síulag loftmegin. í raun hafði því
efnisflokkum aðeins fækkað um einn. Þessar breytingar fullnægðu hönnun stíflunnar og nýttu
efnisnámuna nokkuð vel. Vinnslan var aftur á móti mjög dýr og útlögn efnisflokka flóknari en
áður vegna meiri lagskiptingar. Þegar á reyndi var þetta fyrirkomulag vinnslu og útlagnar óvið-
unandi fyrir verktakann. Því varþó haldið áfram til verkloka 1989 og voru meira en 100.000 m3
af grjóti unnir á þennan hátt. Sjá ljósmyndir af þessum framkvæmdum í Árbók VFÍ nr. 2, bls.
90-92.
Á miðjum verktíma 1989 fór verktakinn að leita leiða til að bæta sprengitækni sína í grjót-
náminu í þeim tilgangi að fá sem hagstæðasta steinastærðardreifingu fyrir stíflugerðina. Þólei-
itbasaltlagið gaf möguleika á hagkvæmri pallhæð, eða um 13 m. Borað var með 3'/2" bor-
krónu (8,9 cm), með holuhalla 5:1 (5 lóðrétt móti 1 Iárétt) og var holudýpi um 14 m. ANFO
var aðalsprengiefni en kveikt í með dynamiti. Meðalsprengiefnisnotkun varð 0,42 kg/m3. For-
setningu (fjarlægð milli fyrstu holuraðar og bergstálsins), holufjarlægð og fjarlægð milli holu-
raða var breytt kerfisbundið frá einni færu til annarrar. Hagstæðast var talið að nota 3,5 m fjar-
lægð fyrir öll bilin þrjú. Allt grjótið var flokkað eftir stærð og hver færa magntekin. Alls voru
sprengdar 11 slfkar tilraunafærur, samtals 99.700 m3. Meðalstærðadreifing efnisins kemur
fram í töflu 3.
Frákastið var aðallega fínefnarfkt gjall sem var hafnað þar sem það fullnægði ekki innri síu-
kröfum.
Verktakanum tókst að auka verulega hagkvæmni í vinnslu grjótnámsins. Magn stórgrýtis
stærra en 0,7 m tókst að minnka úr 13-17 % í 5-8 %, eða um rúmlega helming. Sömuleiðis varð
betri nýting við borun og sprengingar. Flokkunin var í sjálfu sér góð, en hún var engu að síður
flókin og dýr sem fyrr. Það var því kappsmál hjá verktakanum að bæta vinnsluna enn frekar.
Haustið 1989 fóru verktaki, fulltrúi verkkaupa og hönnuður yfir efnisvinnsluna og efnis-
kröfur fyrir stífluna. Niðurstöður urðu þær helst-
ar að komast mátti af án tvískiptingar síunnar
loftmegin miðað við upphaflega hönnun og var
hún gerð að einu 6 m lagi. Steinastærð
stoðfyllingar loftmegin var aukin úr 0,3-0,7 m
(3B) í 0,3-1,0 m (3 A) og lagþykkt aukin úr 1,0 m . - , .- , . .
i 1,5 m. Við þetta þurfti að auka þjoppunma og ^jótnámi.
Steinar stærri en 0,70 m : 7%
Steinar 0,15-0,70 m: 53%
Steinar 0-0,15 m: 37%
Frákast 3%