Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 268
266 Árbók VFÍ 1991/92
var tromluþyngd titurvalta aukin úr 10 í 15 tonn. Til þess að íullnægja síukröfum milli stoðfyll-
ingarinnar og síunnar var nýju 4 m síulagi bætt inn á milli þeirra. Við þessa breytingu, sent kom
til framkvæmdar árið eftir, fækkaði síulögunum loftmegin við kjarnann úr fjórum í tvö, mynd
4b. Sjá Ijósmyndir frá stífluframkvæmdum við Blöndustíflu í Arbók VFl nr. 3, bls 114-116.
4.2 Kolkustífla
Kolkustífla hvílir í farvegi Kolkukvíslar á illa samlímdum sandsteini. I sandsteininum eru mal-
arlinsur, en myndunin er jökulvatnaset um 12 -14 m að þykkt. Reynt var að styrkja stíflugrunn-
inn og þétta með sementsídælingu en það gekk ekki þar sem efjutekt var lítil sem engin. Var þá
farið út í umfangsmikla efnaídælingu, sem lækkaði lektina úr um 100 LU í um 10 LU.
Reiknað hafði verið með að engra sérstakra aðgerða væri þörf vegna grundunar stíflunnar á
sandsteininum og var gert ráð fyrir að leggja stoðfyllingu stíflunnar beint á hann, enda óveru-
leg hætta talin á rofi í sandsteininum þótt einhver leki yrði undir stíflunni. Jafnvel var talið að
efnaídælingunni hefði mátt sleppa, en í stað hennar breyta hönnun stíflunnar með kjarnateppi
undir henni loftmegin og síulagi milli kjarnans og stoðfyllingarinnar. I reynd var þó hvor-
tveggja gert, grunnurinn þéttur með efnaetju og kjarnateppi teygt 20 m undir stoðfyllinguna
loftmegin, mynd 5.
4.3 Gilsárstífla.
Gilsárstífla er hefðbundin jarðstífla mjög sambærileg að gerð og Kolkustífla, mynd 6a. Skil-
greindir grjótl'lokkar í stífluna voru fjórir, sjá töflu 4.
Fínsíu þurfti að flytja frá Sandá, um 25 km leið, en grófsíu var fyrirhugað að vinna úr
grjótnámi og uppgrefti, t.d. skurðum. Vegna
Gilsárstíflu og inntaksstíflu þurfti að vinna
560.000 m3 af grjóti og er þá grófsían talin
með. Stærsti efnisflokkurinn var stoðfylling,
um 360.000 m3.
Fyrsta byggingarárið 1989 var grafið fyrir
stíflunni en lítið fyllt í hana. Verktakinn réðst
Stoðfylling (3) gróf möl eöa sprengt grjót
Fláavörn (4) 0,10-0,50 m d50 = 0,45 m
Ölduvörn (5) 0,20-0,70 m d75> 0,55 m
Stíflutá (6) 0,15-0,70 m d50= 0,35 m
Tafla 4 Skilgreindir grjótflokkar í Gilsárstíflu.