Árbók VFÍ - 01.06.1992, Síða 270
268 ÁrbókVFÍ 1991/92
Tillaga verktakans fólst í þrem meginatriðum, mynd 6b. í fyrsta lagi að minnka bæði stoð-
fyllingarlögin (3) verulega sem myndi minnka grjótvinnslu að sama skapi. í öðru lagi að bæta
nýju lagi (1A) úr hálfhörðnuðum jökulruðningi (jökulbergi) báðum megin við kjamann, og
kæmi þá í stað stoðfyllingarinnar sem yrði sleppt. Jökulruðningurinn kæmi úr torgrefti í að-
rennslisskurði. I þriðja lagi yrði meginhluti grófsíu vatnsmegin (2B) felldur út. Verktakinn
reiknaði með að lítið félli til af hæfu grófsíuefni í grjótnámunni og hugðist nýta grjót úr út-
mokstri úr jarðgöngum í stífluna og flytja um 5 km leið frá munna aðkomuganga. Það var því
kappsmál fyrir hann að halda þessum efnisflokki í lágmarki.
Tillögur verktakans fengu ítarlega umfjöllun hjá verkkaupa og hönnuði og var hönnun stífl-
unnar í kjölfar þess breytt á þann veg að inn í stoðfyllingu loftmegin var bætt lagi (3B) úr sand-
steini og jökulbergi, mynd 6c. Þessi stoðfylling var lögð út í 0,5 m lögum og þjöppuð við nátt-
úrulegt rakastig. Þar sem efnið er viðkvæmt fyrir vatni, þ.e. mýkist við mettun, var neðsti hluti
stoðfyllingarinnar gerður sem grjótræsi. Til að fullnægja síukröfum á milli þess og sandsteins-
fyllingarinnar ofaná var sett síulag á milli þessara tveggja laga.
Flokkun grjóts á rist verður að telja öruggustu leiðina til að tryggja rétta stærðadreifingu
fyllingarflokka. Þetta var nauðsynlegt í Blöndustíflu, en í Gilsárstíflu kaus verktakinn að hafa
annan hátt á. Flokkun efnisins fór fram í grjótnámu nokkuð samhliða ámokstri. Við flokkun
var notuð grafa og hjólaskófla. Stoðfylling stíflunnar (3) var gerð úr sprengigrjóti sem gat ver-
ið óflokkað grjót með steinastærð allt að 0,70 m (2/3 af lagþykkt). Varðandi stoðfyllinguna
varð þó að varast að of mikið væri af fínefni í fyllingunni og gekk verktakanum vel að skilja
það frá því efni sem keyrt var í stífluna.
Steinastærð í fláavörn og ölduvöm var stækkuð þannig að mesta stærð varð allt að 1 m.
Grjót í þessi fyllingarlög var tínt úr grjóthaugnum í námunni og var stærð þess að mestu leyti
0,3-1,0 m.
Eitt mikilvægasta skilyrðið við stíllugerð er að síukröfum aðlægra efna sé fullnægt. Þegar
unnið er með stoðfyllingu eins og hér um ræðir, þar sem stærðadreifing er mjög mikil, getur
verið erfitt að uppfylla síukröfur bæði við grófsíu og fláavörn. Til að fullnægja þessu hugðist
verktakinn leggja fínni hluta stoðfyllingarefnisins næst síunum en grófari hlutann utar í fyll-
ingunni nær fláavörn. Þetta kom þó aðeins að litlu leyti til framkvæmda, m.a. þar sem verktak-
inn réðst ekki í umfangsmikla flokkun á efninu með vinnslu í námum.
f stað þess var stefnt að tiltekinni flokkun á stíilunni. Fólst hún í því að sturta efninu nærri
síunum og ýta því skáhallt út að fláavöminni. Við þetta átti fínni hluti efnisins að verða eftir
næst síunum og grófari hlutinn að ýtast nær fláavörinni. Þetta var að einhverju leyti reynt og
gekk sæmilega þegar vandað var til þess, en reyndist seinlegt og skila ófullnægjandi árangri
við mikinn fyllingarhraða.
Flokkun fyllingarefnis úti á stíflunni er vandasamt og tímafrekt verk. Þegar illa tókst til varð
afleiðingin sú að taka þurfti upp skilin báðum megin stoðfyllingar með gröfu og velja úr
stoðfyllingarefninu hæfilegar stærðir til uppfyllingar síukröfum. Þetta gerðist all oft, og hafði í
för með sér óæskilegan tvíverknað.
4.4 Hlutfallsstærð steina í grjótvörn
í verklýsingu er skilgreind lögun steina í fláavöm og ölduvörn stíflnanna þriggja og auk þess í
flúðavörn yfirfalls Blöndustíflu þannig að hlutfall minnsta þvermáls og stærsta jtvermáls
skyldi vera minna en 1:1,5 þ.e. að grjót sem valið er í þessa fyllingarflokka skyldi vera nokkuð